Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Upplýsingar um mót og þjálfara

Komið þið sæl,

Hægra megin á síðunni undir "Takið eftir" eru komnar upplýsingar um Þjálfarana og gsm og tölvupóstfang hjá mér.  Þetta kemur aðeins í "belg og biðu" en vonandi skilst þetta.  Ég er alltaf að læra meir og meir á þetta "tryllitæki" sem bloggið er og vonandi tekst mér að lagfæra þetta síðar.

Eins eru komnar upplýsingar um hvaða mót ég hafða hugsað mér að fara á með strákana í sumar.  Þetta er allt háð breytingum og ekkert meitlað í stein en þó ákveðinn rammi til að vinna eftir.  Það eru tvö mót í maí og gæti verið að við sleppum öðru þeirra en þetta fer allt eftir áhuga.  Hér að neðan sjáið þið svo mótin en þetta er svo allt hér til hægri líka. Ég ætla svo að reyna að fá eitthvað lið í heimsókn til okkar á æfingu eða komast í heimsókn til annars liðs.

  • Mót hjá HK í Kórnum 3. mars
  • KFC mót Víkings 4.-5. maí
  • Vís Mót Þróttar 25.-26. maí
  • Norðurálsmótið á Akranesi 21.-23. júní
  • Arionbankamót Víkins 17.-18. ágúst
Kveðja,
Sigmar
P.s. Að lokum vildi ég benda áhugasömum á að Herrakvöld Hauka er haldið laugardaginn 2. febrúar en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Hauka (http://haukar.is/)

Fyrirlestrar á Ásvöllum næstu þrjá þriðjudaga

Kæru forráðamenn

Næstkomandi þrjá þriðjudaga verða haldnir opnir fyrirlestrar sem eru tilvaldir fyrir alla áhugasama Haukaiðkendur og foreldra og/eða aðstandendur þeirra.

Fyrstu tveir fyrirlestrarnir voru haldnir sl. vetur og þurfti að endurtaka þá þar sem færri komust að en vildu. Það verður því aftur boðið upp á þá, auk nýs fyrirlesturs um hæfileika og það hvernig þeir verða til.

Fyrirlesari er Kristján Ómar og verða fyrirlestrarnir í hér á Ásvöllum.

Fyrirlestradagskrá:

Þriðjudagurinn 29. janúar kl. 20:00-21:00 Betri matarvenjur = betri í íþróttum og betri einkunnir

Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00-21:00 Fæðubótarefni - eitthvað fyrir íþróttaunglinginn?

Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20:00-21:00 Hvernig verða hæfileikar til?

Það þarf að skrá sig á fyrirlestrana hér: https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dEI2SlZOM1oyUjRaRk82NS1mV3JYbGc6MQ

þið þurfið bara að copera slóðina hér að ofan og paste í nýjum vafra og þá eruð þið komin á réttan stað. Ekki svara á blogginu hér að þið ætlið að mæta því ég held ekki utan um þetta og því hætta á því að eitthvað misfarist  


Kaldar hetjur og mótið hjá HK

Komið þið sæl,

Það var kalt á æfingunni í dag en strákarnir stóðu sig eins og hetjur og létu veðrið ekki mikið á sig fá.  Vill benda á að það er mikilvægt að þeir mæti vel klæddir á þessum árstíma enda betra að þurfa að taka af sér flíkurnar ef þeim er heitt en að verða kalt.  

Það var flott mæting í dag (um 25 strákar) þrátt fyrir kuldann og var ég mjög ánægður með það (þ.e. ég var ánægður með mætinguna ekki kuldann......).  

Eins og ég minntist á í blogginu hér að neðan þá er ég búinn að skrá 5 lið á mótið hjá HK í byrjun mars.  það eru 16 búnir að boða komu sína (einn hefur afboðað) og því geri ég ráð fyrir að það séu einhverjir sem eiga eftir að svara og aðrir sem vita ekki af þessu.  Ég er því bjartsýnn á að við náum þessum 25-30 strákum sem við þurfum til að ná í 5 lið en ef ekki þá fækkum við um eitt lið.  En endilega að svara á blogginu ef þið vitið að ykkar drengur komist eða komist ekki.

kveðja,

Sigmar S 


Mót hjá HK í Kórnum 3.3.2013

Sæl verið þið,

Eins og ég talaði um á foreldrafundinum í gær þá er búið að bjóða okkur á mót hjá HK í byrjun mars.  Ég er búinn að skrá 5 lið til keppni en það merkir að við þurfum að fá ca 30 stráka til að mæta.  Það getur verið að það sé of mikið en svo ég geti fengið aðeins betri tilfinningu fyrir þessu þá væri gott að fá frá ykkur hérna á blogginu hvort það sé líklegt að ykkar drengur mæti.  Og eins ef það er öruggt að þeir komast ekki.  Geri mér grein fyrir að það er langt í þetta mót og því getur alltaf eitthvað breyst en þetta er bara svo ég geri mér grein fyrir líklegum fjölda.  Þegar nær dregur þessu móti þá mun ég fá loka skráningu.

kv, Sigmar

En hér að neðan eru upplýsingar um mótið: 

Leikið er á átta völlum inni í Kór þar sem yrði spilað 5 á 5. Hver leikur væri 10 mínútur og hvert lið fengi 5 leiki. Það væri spilað í tveimur hollum og hvoru holli væri hægt að getuskipta. Við værum ekki að elta úrslit í þessu móti heldur að sækjast eftir jöfnum leikjum þar sem leikgleði væri við völd.

 Spila A og B lið á milli 12 og 14. C og D liðin á milli 14-16.

 

Mótsgjaldið per iðkanda er 1500,- kr. Innifalið er dómgæsla og glaðningur að móti loknu.


Foreldrafundurinn í gær

Komið þið sæl,

Langar til að þakka ykkur fyrir góða mætingu og fínan foreldrafund í gær.  Það sem kom einn helst fram þar var eftirfarandi:

 

  • Guðbjörg fékk spurningu um hvort ekki væri hægt að færa miðvikudagsæfinguna inn en vegna plássleysis þá er það ekki hægt.
  • Ég fór yfir það sem ég mun leggja áherslu á í vor og sumar og er það að byrja á því að kynnast strákunum og mynda traust á milli okkar.  Ég vill hafa ákveðinn aga á hlutunum og að þeir læri að vinna í hóp og fara eftir fyrirmælum.  Þegar þetta er komið og þeir eru með rétta hugarfarið þá er hægt að vinna í því sem skiptir mestu máli í fótbolta en það eru sendingar og og taka á móti bolta (algjör grunnur í þessari íþrótt).  Eins mun ég vinna í boltatækni almennt.  Þetta eins og allta annað snýst bara um endurtekningar og þá ná þeir betri tökum á þessu.  Þegar ég tala um endurtekningar þá verður það ekki þannig að þeir eru alltaf að gera sömu æfingarnar enda snýst þetta líka um fjölbreytni.  
  • Birgir og Gylfi verða áfram sem aðstoðarþjálfarar og er það mjög gott.  Þeir þekki strákana vel og ná mjög vil til þeirra.  Ég hef bara unnið með þeim í tvær til þrjár vikur og líst mjög vel á þá.  Held að þetta séu framtíðar þjálfarar hjá félaginu.
  •  Varðandi mót þá er Norðurálsmótið á Skaganum haldið 21.-23. júní.  Ég hef fullan hug á að fara með strákana á þetta mót en nánari upplýsingar um mótið berast á heimasíðu mótsins (http://kfia.is/norduralsmot/) 1. febrúar.  Ég mun koma upplýsingum til ykkar þegar þær berast.  Eins er búið að bjóða okkur á mót hjá HK 3. mars og er það stutt mót þar sem leiknir eru 5 leikir á lið og kostnaður 1500 kr.  Ég mun athuga áhuga á því hjá ykkur með því að setja nýtt blogg um það á eftir eða á morgun.  Eins ætla ég að skoða önnur mót sem eru í boði ásamt því að skoða það að fá lið í heimsókn eða fara í heimsókn til annara liða.
  • Að lokum vil ég hvetja ykkur til að skoða bloggið reglulega en það kom upp ósk um að ég sendi póst þegar ég set fréttir hérna inn.  Ég mun því gera það og ef þið eruð ekki að fá þá pósta þá getið þið sent mér póst á (sigmar@tm.is) með upplýsingum um ykkur ásamt hvaða dreng þið eruð með

 

Annað var það ekki en ég vona að sem flestir mæti á fjölgreinaæfinguna á eftir kl. 17:10.

kveðja,

Sigmar 


Foreldrafundur miðvikudaginn 16. janúar kl. 16:45

Miðvikudaginn 16. janúar kl. 17:45 (eftir æfingu hjá strákunum) verður haldin foreldrafundur hjá 7. flokki karla á Ásvöllum íþróttahúsi (2. Hæð). Velkomið að taka strákana með. 

Megið endilega láta þetta ganga milli strákanna og foreldra þeirra svo sem flestir viti af fundinum. 

Umræða : Starfsárið 2013 og nýr þjálfari kynntur.

Vonum að sem flestir mæti!!


Æfing í Risanum og foreldrafundur

Komið þið sæl,

Næsta æfing er á sunnudaginn kl. 11:00 í Risanum.  Vona að sem flestir geti mætt þá.  

Ég er í smá vandræðum með að læra nöfnin á strákunum og hafði því hugsað mér að taka myndir af þeim á næsta æfingu (og á æfingunum þar á eftir fyrir þá sem komast ekki á sunnudaginn) til að hjálpa mér við að læra nöfnin.  Ef ég læri svo vel á bloggsíðuna þá ætla ég að reyna að koma myndunum þar inn.

Síðan vildi ég minna á foreldrafundinn á miðvikudaginn 16. janúar og byrjar hann strax eftir æfinguna hjá strákunum eða kl. 17:45.  Vona að sem flestir sjái sér fært að mæta þá.  Það er í góðu lagi að taka strákana með en þeir þurfa að sýna á sér sparihliðina á fundinum :-).

kveðja,

Sigmar  


Æfing í dag

Sæl verið þið,

Fyrsta æfingin á nýju ári er í dag miðvikudag (9. janúar).  Ég mun reyna að hafa æfinguna úti en ef veðrið verður þannig að það er ómögulegt mun ég fara með þá inn í íþróttahúsið á Ásvöllum.  Ef engir salir eru lausir þar þá munum við horfa á dvd, þar sem fótbolti verður í hávegum hafður.  

kveðja,

Sigmar  


Fyrsta æfing á nýju ári - Gleðilegt ár

Komið þið sæl og gleðilegt ár,

Vildi minna á að fyrsta æfing á nýju ári er miðvikudaginn 9. janúar kl. 16:30.  Hugmyndin er svo að vera með foreldrafund viku seinna eða miðvikudaginn 16. janúar, strax eftir æfingu eða kl. 17.45. Ég mun koma nánari upplýsingum um það hérna á blogginu síðar. Þið megið endilega láta þetta berast milli strákanna og endilega að skoða bloggið reglulega því ég mun nota þann vetvang til að koma upplýsingum til ykkar.

Nýárskveðja,

Sigmar S 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.