Fyrirlestrar á Ásvöllum næstu þrjá þriðjudaga

Kæru forráðamenn

Næstkomandi þrjá þriðjudaga verða haldnir opnir fyrirlestrar sem eru tilvaldir fyrir alla áhugasama Haukaiðkendur og foreldra og/eða aðstandendur þeirra.

Fyrstu tveir fyrirlestrarnir voru haldnir sl. vetur og þurfti að endurtaka þá þar sem færri komust að en vildu. Það verður því aftur boðið upp á þá, auk nýs fyrirlesturs um hæfileika og það hvernig þeir verða til.

Fyrirlesari er Kristján Ómar og verða fyrirlestrarnir í hér á Ásvöllum.

Fyrirlestradagskrá:

Þriðjudagurinn 29. janúar kl. 20:00-21:00 Betri matarvenjur = betri í íþróttum og betri einkunnir

Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00-21:00 Fæðubótarefni - eitthvað fyrir íþróttaunglinginn?

Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20:00-21:00 Hvernig verða hæfileikar til?

Það þarf að skrá sig á fyrirlestrana hér: https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dEI2SlZOM1oyUjRaRk82NS1mV3JYbGc6MQ

þið þurfið bara að copera slóðina hér að ofan og paste í nýjum vafra og þá eruð þið komin á réttan stað. Ekki svara á blogginu hér að þið ætlið að mæta því ég held ekki utan um þetta og því hætta á því að eitthvað misfarist  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.