Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Sunnudagsæfingin er á Ásvöllum EKKI í Risanum - skráning á mótið

Sæl verið þið,

Vildi bara minna ykkur á að síðasta æfing fyrir páskafrí er sunnudaginn 24. mars.  Þessi æfing verður ekki í Risanum heldur á Ásvöllum (á gervigrasinu).  En þetta er bara í þetta eina skipti.  Fyrsta æfing eftir páskafrí verður svo miðvikudaginn 3. apríl. 

Vill svo hvetja ykkur til að skrá drengina á Norðurálsmótið á blogginu hér að neðan.
 
kveðja,
Sigmar 

Foreldrafundurinn áðan

Komið þið sæl,

Það var fín mæting á fundinn áðan og hér að neðan koma helstu niðurstöður:

 

  • Það var skipuð foreldrastjórn og mun hún sjá um skipulagningu á því hvernig við högum mótinu. Þeir sem voru skipaðir eru: Ragnheiður (mamma Sindra), Halldóra (mamma Pálmars), Laufey (mamma Þorvaldar), Sigurjón (pabbi Ólafs Darra), Brynjar (pabbi Birkirs) og Heiður (mamma Sörens).  Ég vona að ég sé að fara með öll nöfnin rétt hérna að ofan en þið látið mig vita ef ég er að gleyma einhverjum eða setja einhvern í nefndina sem ætlaði ekki að vera þarna.  Það væri svo gott að fá sendan tölvupóst frá þessum aðilum svo ég geti sent á ykkur og við getum svo haft fyrsta fundinn í næstu viku.
  • Það sem þessir aðilar þurfa að skoða eru fjáröflun ásamt öðru sem viðkemur skipulagningu á mótinu.  Eins kom upp hugmynd að skoða þann möguleika að fá peysur/treyjur á strákana.
  • Mér fannst vera vilji fyrir því að strákarnir myndu gista í skólanum en ef foreldrar eru á svæðinu þá mega strákarnir gista hjá þeim.  Við þurfum því að hafa fararstjóra fyrir hvert lið.  Það var vilji til þess að virkja sem mest alla sem eru á svæðnu enda er þetta auðveldara ef fleiri eru að dreifa verkefnunum á milli sín.  Mér sýnist það ekki vera neitt vandamál að gera það enda flestir sem höfðu áhuga á því.  Þeir sem eru búnir að minnast á það við mig að þeir getir tekið að sér fararstjórn eru: Ragnar Ingi (pabbi Jörundar), Gunnur (mamma Gunna og Krumma), Sveinn Óli (pabbi Huga) og Arndís (mamma Alexanders).  Þetta eru þeir sem ég man eftir í augnablikinu en voru líklegast eitthvað fleiri.
  • Ég er búinn að skrá 5 lið og greiða staðfestingargjaldið sem er samtals kr. 70.000.  Við þurfum því fljótlega að fá á hreint hverjir ætla að fara og að þeir greiði eitthvað staðfestingargjald.  En við skoðum það betur síðar.  En þið megið endilega svara hérna á blogginu hvort ykkar drengur sé að fara á mótið eða ekki.  
  • Annað sem við ræddum svo var að það eru tvö mót í maí, KFC mót Víkings (4.-5. maí) og Vís mót Þróttar (25.-26. maí) en bæði þessi mót eru þó bara annan daginn.
  • Eins minntist ég á að það væri gaman að hafa eitthvað félagslegt í apríl, t.d. sund eða bíó.  En nýskipuð nefnd mun skoða þetta.
  • Að lokum vill ég svo benda á að síðasta æfing fyrir páskafrí er sunnudaginn 24. mars.  Þessi æfing verður ekki í Risanum heldur á Ásvöllum.  Fyrsta æfing eftir páskafrí verður svo miðvikudaginn 3. apríl.

 

Kveðja,

Sigmar 


Foreldrafundur - Norðurálsmótið 21. - 23. júní 2013 á Akranesi

Sæl verið þið, 

Nú styttist í Norðurálsmótið en það er haldið á Akranesi helgina 21.-23. júní. Þarna er spilað í 7 manna bolta og mælt er með að það séu 9 í hverju liði. Ég er búinn að skrá 5 lið en á eftir að greiða staðfestingargjaldið sem er 14.000 á hvert lið, samtals 70.000 kr. Það væri gott að fá frá ykkur staðfestingu hérna á blogginu ef ykkar drengur fer örugglega með eða ef þið vitið að hann komist ekki.

Vegna þessa tel ég rétt að við verðum með foreldrafund þar sem farið verður yfir mótið og annað sem því viðkemur. Ég legg til að við hittumst á miðvikudaginn 20. mars kl. 17:45 eða strax eftir æfingu hjá strákunum.

En það sem ég held að við þurfum að skoða er eftirfarandi:

Foreldrastjórn
Fararstjórn
Fjáraflanir
Kostnaður
Hverjir ætla að fara
Gisting - gista drengirnir í skólanum eða hjá foreldrum?
Eru foreldrar með drengjum allan tímann og þá þarf ekki farastjóra, heldur bara liðstjóra sem sér um að safna öllum saman fyrir hvern leik.
Ferðamáti, einkabílar eða rúta ?

Hér að neðan sjáið þið svo slóð að upplýsingum um mótið.

http://www.kfia.is/norduralsmot/Frettir/2417/default.aspx

Kveðja

Sigmar  


Engin æfing í dag, miðvikudag

Komið þið sæl,

Vegna veðurs þá verður engin æfing í dag, miðvikudag, og hvet ég ykkur til að halda strákunum bara heima enda ekkert ferðaveður.  Ég mun þó mæta á svæðið (ef ég kemst!!) og taka á móti þeim sem mæta.

kveðja,
Sigmar

Verðum inni í dag - Flott mót um helgina

Sæl verið þið,

Æfingin í dag 

Eins og veðrir er núna þá verðum við inni í dag.  Ég veit ekki hvort við fáum sal en við finnum eitthvað að gera fyrir strákana.  Ef einhver salur er laus þá nýtum við hann eða reynum að horfa á DVD. 

Flott mót um helgina

Það var svo flott mæting á mótið um helgina og allir að leggja sig fram.  Mér fannst ég sjá miklar framfarir hjá strákunum og allir að standa sig vil.  Þetta fer allt saman í reynslubankann enda þessi mót ætluð til skemmtunar og að læra.  Nú er bara að vera duglegir að mæta á æfingar, hlusta vel á það sem þar fer fram og leggja sig alla fram við að gera æfingarnar eins vel og hægt er.

kveðja,

Sigmar 


Mótið á sunnudag í Kórnum- æfing fellur niður á sunnudaginn vegna mótsins

Komið þið sæl,

Það er komið leikjaskipulag og sendi ég það í pósti til ykkar á eftir.  Mótið er á sunnudaginn n.k. 3. mars.  Ég er nokkurn vegin búinn að raða í liðin en mun gefa þau upp þegar strákarnir mæta á sunnudaginn.  Geri það þar sem það geta alltaf orðið forföll og því breytingar.  

Vegna þessa móts þá fellur æfing niður á sunnudeginum kl. 11:00.  Megið endilega láta það ganga milli drengjana. 

Mótsgjaldið í mótið er kr. 1.500 og greiðast við komu.  Inn í því er glaðningur, verðlaunapeningur og dómgæsla.

En þeir sem eiga að byrja að spila kl. 12:00 (eða 12:12) eru eftirfarandi drengir og eiga þeir að vera mættir 11:40:

Ásgeir Bragi, Birkir Bóas, Hrafn Aron, Pétur Uni, Þorvaldur Axel, Gunnar Hugi, Stefán karolis, Hugi, Oddgeir, Tristan Snær, Emil Fannar, Jörundur Ingi, Kristófer Fannar, Svanbjörn, Eyþór Hrafn, Sigurður Sindri, Ólafur Darri og Pétur Már.

Þeir sem eiga að byrja að spila kl. 14:00 (eða 14:12) eru eftirfarandi drengir og eiga þeir að vera mættir kl. 13:40:

Dagur Orri, Sindri Már, Kári Hartmannsson, Birkir Jósefsson, Pálmar Stefánsson, Sören Cole, Daníel Darri, Andrés, Alexander Þór, Birkir Brynjarsson, Þorsteinn Ómar, Dagur Nökkvi, Sigfús Kjartan, Andri Steinn, Magnús Ingi, Haukur Birgir, Alonso (8. fl.), Kristófer (8. fl.) og Halldór Ingi (8. fl.).

Skráningin í mótið er mjög góð og eru þetta 37 drengir sem eru skráðir og erum við því með 6 lið núna en vorum með 5 á síðasta móti.  Þið megið endilega fara yfir listann og athuga hvort ykkar drengur er á honum.  Það sem ég þarf að fá frá ykkur og helst sem fyrst er að þeir sem eru á þessum lista en komast ekki láti mig vita og þeir sem eru ekki á þessum lista en ætla að mæta láti vita sem fyrst. 

Svo vona ég bara að allir séu spenntir fyrir mótinu og tilbúnir að gera sitt besta.  

Haukakveðja,

Sigmar 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.