Foreldrafundurinn áðan

Komið þið sæl,

Það var fín mæting á fundinn áðan og hér að neðan koma helstu niðurstöður:

 

  • Það var skipuð foreldrastjórn og mun hún sjá um skipulagningu á því hvernig við högum mótinu. Þeir sem voru skipaðir eru: Ragnheiður (mamma Sindra), Halldóra (mamma Pálmars), Laufey (mamma Þorvaldar), Sigurjón (pabbi Ólafs Darra), Brynjar (pabbi Birkirs) og Heiður (mamma Sörens).  Ég vona að ég sé að fara með öll nöfnin rétt hérna að ofan en þið látið mig vita ef ég er að gleyma einhverjum eða setja einhvern í nefndina sem ætlaði ekki að vera þarna.  Það væri svo gott að fá sendan tölvupóst frá þessum aðilum svo ég geti sent á ykkur og við getum svo haft fyrsta fundinn í næstu viku.
  • Það sem þessir aðilar þurfa að skoða eru fjáröflun ásamt öðru sem viðkemur skipulagningu á mótinu.  Eins kom upp hugmynd að skoða þann möguleika að fá peysur/treyjur á strákana.
  • Mér fannst vera vilji fyrir því að strákarnir myndu gista í skólanum en ef foreldrar eru á svæðinu þá mega strákarnir gista hjá þeim.  Við þurfum því að hafa fararstjóra fyrir hvert lið.  Það var vilji til þess að virkja sem mest alla sem eru á svæðnu enda er þetta auðveldara ef fleiri eru að dreifa verkefnunum á milli sín.  Mér sýnist það ekki vera neitt vandamál að gera það enda flestir sem höfðu áhuga á því.  Þeir sem eru búnir að minnast á það við mig að þeir getir tekið að sér fararstjórn eru: Ragnar Ingi (pabbi Jörundar), Gunnur (mamma Gunna og Krumma), Sveinn Óli (pabbi Huga) og Arndís (mamma Alexanders).  Þetta eru þeir sem ég man eftir í augnablikinu en voru líklegast eitthvað fleiri.
  • Ég er búinn að skrá 5 lið og greiða staðfestingargjaldið sem er samtals kr. 70.000.  Við þurfum því fljótlega að fá á hreint hverjir ætla að fara og að þeir greiði eitthvað staðfestingargjald.  En við skoðum það betur síðar.  En þið megið endilega svara hérna á blogginu hvort ykkar drengur sé að fara á mótið eða ekki.  
  • Annað sem við ræddum svo var að það eru tvö mót í maí, KFC mót Víkings (4.-5. maí) og Vís mót Þróttar (25.-26. maí) en bæði þessi mót eru þó bara annan daginn.
  • Eins minntist ég á að það væri gaman að hafa eitthvað félagslegt í apríl, t.d. sund eða bíó.  En nýskipuð nefnd mun skoða þetta.
  • Að lokum vill ég svo benda á að síðasta æfing fyrir páskafrí er sunnudaginn 24. mars.  Þessi æfing verður ekki í Risanum heldur á Ásvöllum.  Fyrsta æfing eftir páskafrí verður svo miðvikudaginn 3. apríl.

 

Kveðja,

Sigmar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugi fer á Norðurálsmótið

Sveinn Óli (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 22:17

2 identicon

Pálmar(Palli) fer á Norðurálsmótið. Kv. Halldóra

Halldóra Pálmarsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 22:35

3 identicon

Birkir Bóas ætlar að mæta 

Rósa (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 23:07

4 identicon

Eyþór Hrafn ætlar að mæta.

Þórey (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 08:49

5 identicon

Gunni og Krummi mæta ferskir ;)

Gunnur Kristín (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 09:35

6 identicon

Ég vil gjarna skrá Sigfús Kjartan Nikulásson á Norðurálsmótið. Við komumst því miður hvorugt á fundinn í gær en viljum að sjálfsögðu taka þátt í undirbúningi eða því sem þarf fyrir mótið.

kveðja

Sigrún

Sigrún Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 10:04

7 identicon

Sæll Alexander Þór mætir :)

arndis ósk (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 11:14

8 identicon

Jörundur Ingi fer á mótið.

Ragnar Ingi (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 14:16

9 identicon

Því miður kemst Þorsteinn Ómar ekki á Norðurálsmótið og er hann mjög leiður yfir því:( en við verðum ekki heima, en vonandi eru önnur mót sem hann getur tekið þátt í:)

Kv Særún

Særún (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 16:11

10 identicon

Ásgeir Bragi ætlar að fara á Norðurálsmótið.

Anna María Bryde (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 17:54

11 identicon

Dagur Orri ætlar á Norðurálsmótið. Við Villi ætlum einnig að fara og viljum gjarnan hjálpa til ;)

Thelma (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 21:10

12 identicon

Svanbjörn verður með:-)

Bárður Jón Grímsson (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 21:41

13 identicon

Ævar Örn mætir á mótið

Marel (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 09:38

14 identicon

Ólafur Darri mætir

Guðrún Sunna (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 09:53

15 identicon

Andri Steinn Ingvarss. ætlar á mótið.

Ásdís (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 10:21

16 identicon

Sigurður Sindri ætlar á Norðurálsmótið :)

Aldís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 11:30

17 identicon

Sören Cole ætlar á mótið.

Heiður (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 21:15

18 identicon

Þorvadur ætlar a motið

Laufey Þorvaldsdottir (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 20:33

19 identicon

Alonso Karl er til í Norðurálsmótið.

Árný Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 21:05

20 identicon

Sindri Már ætlar að vera með

Ragnheiður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.