Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Mót í Kórnum Kópavogi hjá HK sunnudaginn 3. mars.

Sæl verið þið,

Við erum búin að skrá 5 lið á mót nk. sunnudaginn (3. mars).  Þessu verður skipt í tvo hópa og spilar fyrri hópurinn frá kl. 12:00 – 14:00 og seinni hópurinn frá 14:00 – 16:00.  Ég mun við fyrsta tækifæri láta ykkur vita í hvorum hópnum drengirnir verða ásamt leikjafyrirkomulagi þegar það liggur fyrir.  Hvert lið spilar ca 5 leiki og er hver leikur 10 mínútur.  Kostnaðurinn er kr. 1.500 sem greiðist við komu

Þeir sem hafa boðað komu sína í mótið eru eftirfarandi:

Eldra ár:

Ásgeir Bragi, Birkir Bóas, Emil Fannar, Eyþór Hrafn, Gunnar Hugi, Hrafn Aron, Hugi, Jörundur, Kári Hartmannsson, Kristófer Fannar, Oddgeir, Ólafur Darri, Pétur Uni, Sigurður Sindri, Stefán Karolis, Tristan Snær, Þorvaldur.

Yngra ár og 8. fl.

Alexander Þór, Andri Steinn Elvarsson, Andri Steinn Ingvarsson, Birkir Brynjarsson, Dagur Nökkvi, Dagur Orri, Magnús Ingi, Pálmar, Sören, Þorsteinn Ómar, Alanso (8. fl.), Kristófer (8. fl.) og Halldór Ingi (8. fl.).

Í heildina eru þetta 30 strákar sem eru búnir að skrá sig og vonand einhverjir sem eiga eftir að bætast við.

Það sem ég þarf að fá frá ykkur og helst sem fyrst er að þeir sem eru á þessum lista en komast ekki láti mig vita sem fyrst og eins þeir sem eru ekki á þessum lista en ætla að mæta láti vita sem fyrst.  Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að það er nokkuð síðan þið voruð að skrá drengina á þetta mót og því gæti eitthvað verið búið að breytast.

Kveðja,

Sigmar 


Engin fjölgreinaæfing í dag

Sæl, 

Æfingin í dag fellur því miður niður. Handboltaleik Hauka og Akureyringa hefur verið flýtt til kl. 18 vegna tímasetningar á flugi hjá þeim. Því miður hefur þetta þau áhrif að við missum okkar æfingu í dag.

Biðst velvirðingar á því að hafa ekki látið vita af þessu fyrr.

kveðja,
Sigmar

Flott mót um helgina - styttist í það næsta

Komið þið sæl,

Þá erum við búnir að taka þátt í fyrsta mótinu á þessu ári og var ég mjög ánægður með þátttökuna og hvernig strákarnir voru að leggja sig fram.  Úrslitin hjá liðunum voru vissulega misjöfn en það mikilvægast í þessu var að taka þátt og leggja sig fram.  Og voru allir að gera það.  Þetta var líklegast fyrsta mótið hjá einhverjum og einhverjir hafa ekki tekið þátt í langan tíma.  Við þjálfararnir sáum því að það er eitt og annað sem við þurfum að fara betur út í með strákunum en þessi mót eru einmitt hugsuð til að sjá hvar menn standa.  Þó svo að úrslitin skipta alltaf einhverju máli þá eru þau ekki allt.  Það sem er mikilvægt í þessu er að strákarnir séu að fá verkefni við hæfi og að þeir séu að spila á móti liðum og leikmönnum með svipaða getu.  Það var að ganga í einhverjum tilvika en öðrum ekki.  En líkt og strákarnir þá lærðum við þjálfararnir mikið af þessu móti og erum reynslunni ríkari.

En það er skammt stórra högga á milli í þessum heimi og er næsta mót hjá þeim sunnudaginn 3. mars í Kórnum í Kópavogi.  En ég mun setja nánari upplýsingar um það á bloggið á næstunni.

Kveðja,

Sigmar


Mót á sunnudaginn (17. febrúar) í Fífunni (Kópavogi), engin æfing í Risanum!!

Komið þið sæl,

Þá er komið að fyrsta mótini hjá okkur á þessu ári og eru allir mjög spenntir.  Skráningin var mjög góð og erum við komnir með 5 lið.  Mótið skiptist þannig að annar hópurinn byrjar kl. 8:30 og spilar til 11:00.  Hinn hópurnn byrjar kl. 11:00 og spilar til kl. 13:30.  Mótsgjaldið er kr. 1.000 og greiðist við komu.

Rétt að benda á að æfingin í Risanum dettur niður á Sunnudaginn vegna mótsins.

Þeir sem eiga að byrja að spila kl. 8:30 eru: og er mæting kl. 8:15

Gunnar Hugi, Sigurður Sindri, Dagur Nökkvi, Andrés, Dagur Orri, Sören, Stefán, Hrafn Aron, Andri Steinn Ingvarsson, Magnús Ingi, Ævar Örn, Sindri Már, Alexander Þór, Þorsteinn, Pálmar, Sigfús, Haukur Birgir, Alonso og Halldór Ingi. 

Þeir sem eiga að byrja að spila kl. 11:00 eru: og er mæting kl. 10:40:

Ásgeir Bragi, Birkir Bóas, Pétur Uni, Jörundur, Tristan, Kristófer Fannar, Þorvaldur, Hugi, Ólafur Darri, Oddgeir, Emil og Eyþór Hrafn, Svanbjörn. 

Ef ykkar drengur á að mæta en er ekki á listanum hér að ofan þá megið þið endilega láta mig vita sem fyrst.  Eins ef það verða einhver forföll hjá þeim sem eru búnir að skrá sig.

Leikjaniðurröðunin er ekki komin en planið er að flest liðin spila ca 6 leiki og er hver leikur 10 mínútur.  Það eru 5 inn á í einu (þar af einn markmaður).  Markmiðið með þessu öllu saman er að spila fótbolta og hafa gaman. 

Eins og ég var búinn að minnast á áður þá er ekki nauðsynlegt að mæta í Haukabúning (nema menn eigi þá) en endilega að mæta í rauðum búningum. 

Hitastigið í Fífunni er mun betra en í Risanum og því geta þeir spilað í stuttbuxum og keppnistreyju, en nauðsynlegt að hafa eitthvað til að fara í á milli leikja.  Eins er gott að vera með smá nesti (t.d. ávexti eða eitthvað sem er létt í maga) og brúsa af vatni.   

Haukakveðja,

Sigmar (846-8051)

P.s. Fyrir þá sem ekki vita þá er Fífan í Kópavoginum rétt við Kópavogsvöllinn hjá Breiðablik.  Vona að þetta kort hér að neðan hjálpi en Fífan er við Dalsmára, aðeins lengra en Smáraskóli.

http://ja.is/kort/#q=index_id%3A824442&x=358759&y=403190&z=9 



Mót í Fífunni sunnudaginn 17.f ebrúar frá kl. 8:30-13:30

Sæl verið þið,

Við erum búin að skrá 4 lið á mót nk. sunnudaginn (17. feb).  Þessu verður skipt í tvo hópa og spilar fyrri hópurinn frá kl. 8:30 –  ca 11:00 og seinni hópurinn frá 11:00 – ca 13:30.  Ég mun við fyrsta tækifæri láta ykkur vita í hvorum hópnum drengirnir verða ásamt leikjafyrirkomulagi þegar það liggur fyrir.  Hvert lið spilar ca 6 leiki og er hver leikur 10 mínútur.  Kostnaðurinn er kr. 1.000 sem greiðist við komu

Þeir sem hafa boðað komu sína í mótið eru eftirfarandi:

Eldra ár:

Ásgeir Bragi, Birkir Bóas, Emil Fannar, Eyþór Hrafn, Hugi, Jörundur, Kristófer Fannar, Oddgeir, Ólafur Darri, Pétur Uni, Sigurður Sindri, Stefán Karolis, Tristan Snær, Þorvaldur og eru Gunnar Hugi og Hrafn Aron líklegir.

Yngra ár og 8. fl.

Andri Steinn Ingvarsson, Dagur Nökkvi, Dagur Orri, Magnús Ingi, Sören, Þorsteinn Ómar, Alanso og Halldór Ingi.

Í heildina eru þetta 24 strákar sem eru búnir að skrá sig.

Það sem ég þarf að fá frá ykkur og helst sem fyrst er að þeir sem eru á þessum lista en komast ekki láti mig vita sem fyrst og eins þeir sem eru ekki á þessum lista en ætla að mæta láti vita sem fyrst.

Rétt að benda á að einhverir voru búnir að skrá sig á mót sem HK heldur í Kórnum en sú skráning á ekki við um þetta mót.  Bið ykkur því um að skoða vel hvort ykkar drengur er ekki örugglega skráður ef hann ætlar að mæta.

Kveðja,

Sigmar 


Mót í Fífunni og uppfærður netfangalisti

Komið þið sæl,

Uppfærður netfangalisti 

Ég var að uppfæra netfangalistann og vona að þeir sem eru að fá þennan póst séu með dreng í 7. flokki karla. Ef ekki þá megið þið senda á mig póst og ég tek ykkur af listanum. Eins þeir sem eru með dreng í flokknum en eru að fá póst á fleiri en eitt póstfang og vilja ekki fá póst á þau öll geta látið mig vita og ég tek þau tölvupóstföng sem þið viljið ekki hafa af listanum.

Mót í Fífunni 17. febrúar 

Það er búið að bjóða okkur að koma á mót hjá Breiðablik í Fífunni þann 17. febrúar frá kl. 9-14 (þeir eru þó ekki að spila allan tímann heldur dreifist mótið á þennan tíma). Kostnaður við þetta mót er kr. 1.000, en þið sjáið póst frá Blikum um þetta hér að neðan. Ég hefði áhuga á því að fara með þá á þetta mót en er þó búinn að skrá okkur á mót hjá HK 3. mars. það er komin mjög góð skráning í það mót eða tæplega 30 strákar. Ég geri mér grein fyrir því að þetta tekur allt tíma og kostar allt einhver peningaútlát ásamt því að þarna er frekar stutt á milli móta. Hins vegar voru engin mót hjá strákunum fyrir áramót og frekar langt í 3. mars.

Þið megið því endilega senda á mig póst eða svara á blogginu (þessi póstur fer líka á bloggið) hvort þið hafið áhuga á því að senda drengina á þetta mót í Fífunni. Ég þarf að gefa þeim svar í síðasta lagi á þriðjudag.

Hér að neðan er svo einnig slóðin á bloggsíðuna og hvet ég ykkur að skoða hana reglulega, en ég mun reyna að vera duglegur að koma upplýsingum þangað sem skipta máli.

kveðja, Sigmar

Bloggsíða 7. flokks karla

http://7kkhaukar.blog.is/blog/7kkhaukar/

Póstur frá Breiðablik

Við ætlum að hafa vinamót fyrir 7. fl. karla hjá okkur í Fífunni þann 17. febrúar. Ætlum að skipta í fjóra getuflokka og spila frá 9.00 til 14.00. Það mun kosta 1.000 kr. á mótið - veittur verðlaunapeningur (eigum eftir að útfæra betur).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.