Mót í Fífunni og uppfærður netfangalisti

Komið þið sæl,

Uppfærður netfangalisti 

Ég var að uppfæra netfangalistann og vona að þeir sem eru að fá þennan póst séu með dreng í 7. flokki karla. Ef ekki þá megið þið senda á mig póst og ég tek ykkur af listanum. Eins þeir sem eru með dreng í flokknum en eru að fá póst á fleiri en eitt póstfang og vilja ekki fá póst á þau öll geta látið mig vita og ég tek þau tölvupóstföng sem þið viljið ekki hafa af listanum.

Mót í Fífunni 17. febrúar 

Það er búið að bjóða okkur að koma á mót hjá Breiðablik í Fífunni þann 17. febrúar frá kl. 9-14 (þeir eru þó ekki að spila allan tímann heldur dreifist mótið á þennan tíma). Kostnaður við þetta mót er kr. 1.000, en þið sjáið póst frá Blikum um þetta hér að neðan. Ég hefði áhuga á því að fara með þá á þetta mót en er þó búinn að skrá okkur á mót hjá HK 3. mars. það er komin mjög góð skráning í það mót eða tæplega 30 strákar. Ég geri mér grein fyrir því að þetta tekur allt tíma og kostar allt einhver peningaútlát ásamt því að þarna er frekar stutt á milli móta. Hins vegar voru engin mót hjá strákunum fyrir áramót og frekar langt í 3. mars.

Þið megið því endilega senda á mig póst eða svara á blogginu (þessi póstur fer líka á bloggið) hvort þið hafið áhuga á því að senda drengina á þetta mót í Fífunni. Ég þarf að gefa þeim svar í síðasta lagi á þriðjudag.

Hér að neðan er svo einnig slóðin á bloggsíðuna og hvet ég ykkur að skoða hana reglulega, en ég mun reyna að vera duglegur að koma upplýsingum þangað sem skipta máli.

kveðja, Sigmar

Bloggsíða 7. flokks karla

http://7kkhaukar.blog.is/blog/7kkhaukar/

Póstur frá Breiðablik

Við ætlum að hafa vinamót fyrir 7. fl. karla hjá okkur í Fífunni þann 17. febrúar. Ætlum að skipta í fjóra getuflokka og spila frá 9.00 til 14.00. Það mun kosta 1.000 kr. á mótið - veittur verðlaunapeningur (eigum eftir að útfæra betur).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Emil Fannar er til í að fara á mót 17  febrúar

hildur Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 11:32

2 identicon

Birkir Bóas er til :)

Rósa (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 13:27

3 identicon

Halldór Ingi vill taka þátt í mótinu

Guðrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 18:30

4 identicon

Magnús Ingi vill vera með

Magnús Ingi Halldórsson (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 10:36

5 identicon

Pétur Uni mætir

Pétur Uni kemur (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 11:14

6 identicon

Kristófer Fannar vill taka þátt í mótinu

Berglind (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 15:50

7 identicon

Alonso Karl er til í mót :)

Árný (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 22:31

8 identicon

Andri Steinn Ingvarss er til

Ásdís (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 08:38

9 identicon

Ólafur Darri er til í að mæta á mót

Guðrún Sunna (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 09:19

10 identicon

Jörundur Ingi tekur þátt

Arna María Geirsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 13:07

11 identicon

Stefán Karolis tekur þátt.

Stefán (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 19:46

12 identicon

Þorsteinn Ómar vill vera með:)

Særún (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 11:11

13 identicon

Þorvaldur vill vera með a motinu; )

laufey (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 13:24

14 identicon

Ásgeir Bragi ætlar að taka þátt.

Anna María (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.