Skráning á Arionbankamótið og boð fyrir yngri flokka á vináttulandsleik Íslands og Færeyjar 14. ágúst nk.

Sæl verið þið,

Vildi bara minna þá sem eiga eftir að skrá sinn dreng á Arionbankamótið að gera það sem fyrst en ég þarf að senda endanlegan fjölda liða á þá núna um helgina.

Eins er hérna að neðan póstur frá KSÍ en strákarnir geta fengið gefins miða á leikinn.  Það verða svo 5 þjálfarar/forráðamenn sem mega fara með hverjum flokki.  Endilega skrá hérna á blogginu fyrir mánudaginn 12. ágúst ef þið viljið miða fyrir strákana.  Einar ætlar að halda utan um þetta en það er ekki víst að ég komist á leikinn.  Það er ekki ólíklegt að við þurfum einhverja foreldra til að mæta og væri gott að heyra hverjir geta boðið sig fram í það.  Eins þurfum við að ákveða hvernig strákarnir mæta en það verður tilkynnt síðar.

Kv. þjálfarar

Ágætu viðtakendur,

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri) allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. ágúst og hefst kl. 19:45.

Félög sem hafa áhuga á að nýta sér þessa frímiða eru vinsamlegast beðin um að koma þessum pósti til þjálfara og forráðamanna yngri flokka sem geta svo sent inn upplýsingar um hversu marga miða þeir vilja fá á leikinn. Gert er ráð fyrir að hóparnir komi í fylgd með forráðamönnum viðkomandi flokks sem að sjálfsögðu fá fría miða á leikinn líka.

Þau félög sem óska eftir miðum eru beðin um að senda eftirfarandi upplýsingar á undirritaðan:

- Nafn félags og tengiliður

- Fjöldi miða á hvern aldursflokk

- Fjöldi forráðamanna sem koma með viðkomandi flokki á völlinn (hámark 5 með hverjum flokki)

Miðar verða svo afhentir forráðamönnum á Laugardalsvelli í næstu viku og í síðasta lagi þriðjudaginn 13. ágúst. (Miðar verða ekki afhentir á leikdag.)

Undirritaður hvetur félög til þess að nýta sér þennan möguleika og fjölmenna með yngri flokka sína á völlinn á mikilvægan leik í undirbúningi A landsliðs karla fyrir lokaleiki í undankeppni HM 2014 sem fram fara í haust.

Bestu kveðjur

Þórir Hákonarson

framkvæmdastjóri KSÍ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alonso Karl væri mikið til í að fara á leikinn og ég gæti alveg farið með.

Kv.German

German Castillo (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 15:54

2 identicon

Ásgeir Bragi langar á leikinn og ég Þórður væri til í að koma með.

Þórður (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 16:29

3 identicon

Jason er til í að fá miða og ég kemst líka með.

Kv.Sigþór

Sigþór (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 21:10

4 identicon

Jörundur væri til í að fara á leikinn, ég get farið með ef þarf.

Ragnar Ingi Sigurdsson (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 21:35

5 identicon

Sigfus kjartan mætir i mótið (ekki lengur hægt að skrifa ath við motafærsluna)

Nikulás (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 12:23

6 identicon

Sindri Már langar með :)

Ragnheiður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 18:35

7 identicon

Ólafur Darri er til ì að fara og pabni hans getur farið með.

Guðrùn Sunna (IP-tala skráð) 10.8.2013 kl. 03:33

8 identicon

Stefán Karolis er til í að fara með og pabbi hans getur farið með líka.

Jurate (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 21:27

9 identicon

Emil Fannar langar að fara og Mér langar að koma með:)

Ei?ur Gunnar Bjarnason (IP-tala skráð) 12.8.2013 kl. 10:18

10 identicon

Andri Dan vill gjarna fara á landsleikinn og ég pabbi hans vill gjarna koma með sem umsjónarmaður

Hlynur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.8.2013 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.