Allir í BÍÓ! Fjáröflun fyrir 7 flokk KK Hauka

Fótbolta bíó!!
Fyrsta fjáröflun 7.flokks fyrir næstkomandi Norðuráls mót verður laugardaginn 14. Desember.
En við ætlum að hafa þetta alvöru fyrir strákana og mæta ÖLL í Bíó. 
Í boði verður myndin Frozen, kl 12.00 í Egilshöll. 
Miðinn kostar 1000 kr, af því rennur 500 kr. í sameiginlegan Norðuráls sjóð. 
Allir eru velkomnir, endilega takið stórfjölskylduna og vini með.

Með kveðju frá foreldraráði

Endilega látið okkur sem fyrst hve marga miða þið ætlið að taka og vera búin að greiða þá 11. Desember.

Við verðum á æfingunni miðvikudaginn 11. Des til að taka við greiðsu. Það verður einnig hægt að millifæra.  

Endilega láta vita um fjölda miða og nafn á barni á tölvupóstinn 7kkhaukar@gmail.com 

 

Upplýsingar um myndina

Frosin

 Myndin fjallar um konungsdæmi þar sem eilífur vetur ríkir, vegna álaga sem Snjódrottningin Elsa lagði á landið. Anna er haldin óbilandi bjartsýni og ákveður að takast á hendur ferðalag til að finna Elsu ( það vill til að hún er einnig systir hennar ) og binda enda á frostaveturinn endalausa. En hún getur þetta ekki ein. Hún fær hjálp frá hinum eitilharða fjallamanni Kristoff, hreindýrinu hans Sven og hinum skrýtna snjókarli Olaf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki málið að skella sér í jólabíó með fjölskylduna? :o) Frábær fjáröflun! Hægt að panta miða á tölvupóstinn 7kkhaukar@gmail.com

Hulda Sólveig (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.