Smá fréttir af starfinu!

Sæl verið þið,

Langar bara aðeins til að senda ykkur smá fréttir af starfinu.  Það er greinilegt að það eru margir í sumarfríum þessa dagana og því færri strákar en ella á æfingum. Það hafa nokkrir nýir verið að mæta og mega foreldrar þeirra endilega heyra í mér upp á skráningar.  

Við vorum að reyna að fá eitthvað lið í heimsókn til okkur en það er sama sagan hjá öðrum félögum og því ætlum við aðeins að setja þetta í bið.  Það er hins vegar mót framundan í ágúst.  Ég er búinn að skrá strákana til leiks á Arionbankamót Víkings sem fer fram annað hvort 17. eða 18. ágúst.  Mótið er báða dagana en hver drengur spilar bara annan daginn.  Eins er búið að bjóða okkur á mót hjá Aftureldingu sem fer fram 31. ágúst - 1. september.  Ég er ekki búinn að skrá þá til leiks þar en vildi hlera ykkur með hvort það sé áhugi fyrir því að fara á tvö mót með stuttu millibili.  Þið megið því endilega láta vita hérna á blogginu ef þið hafið áhuga á báðum þessum mótum.  (rétt að benda á að ég er búinn að skrá okkur til leiks á Arionbankamótið en ekki hitt).  Kostnaður við hvort mót per iðkenda er kr. 2.000.  Spilað í 5 manna bolta í í báðum mótunum (uppfært, hafði fengið upplýsingar um annað fyrr í morgun).

Ég vill svo benda á mikilvægi þess að strákarnir mæti á réttum tíma á æfingu.  Það getur nefnilega truflað æfinguna og uppsetningu hennar ef margir eru að mæta of seint.  Þið megið endilega ítreka þetta við strákana.

Að lokum ætla ég svo að benda ykkur á að Haukarnir eru í 2. sæti í 1. deildinni og því í smá séns að komast upp.  Hvet því strákana til að mæta á leiki hjá liðinu (og draga mömmu og/eða pabba með sér :-) ) og hvetja liðið.   Það eru tveir heimaleiki í næstu viku, gegn Völsungi á þriðjudaginn 16. júlí kl. 19:15 og svo á móti Þrótti R. á föstudaginn 19. júlí kl. 19:15.

Áfram Haukar

Sigmar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigmar,

Hvenær fer eldra árið upp í 6. flokk ?

Kveðja

Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 10:02

2 Smámynd: Haukar - 7.flokkur karla

Ég er ekki klár á nákvæmri dagsetningu en geri ráð fyrir að það sé í september. Læt vita um leið og ég kemst að þessu.

kv, Sigmar

Haukar - 7.flokkur karla, 11.7.2013 kl. 10:11

3 identicon

http://afturelding.is/knattspyrna/atlantis.html má sjá Intersportmót Aftureldingar sem verður haldið helgina 30.ágúst til 1.september

Einar Þjálfari (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 10:53

4 identicon

Ég veit að sonur minn elskar að keppa þannig að ég styð að setja þá á bæði mótin

Harpa Gústavsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 12:00

5 identicon

Kristófer Fannar myndi mæta á Arionbanka mótið en ekki hitt.

Berglind R Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 13:30

6 identicon

Hæhæ

Oddgeir myndi mæta á Arionbankamótið og líklega hitt líka. við erum nýkomin heim að utan og kemur hann til með að mæta aftur í næstu viku.

kv Rut

Rut (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 13:40

7 identicon

Tristan myndi hafa áhuga á að keppa :)  kveðja Sigrún

Sigrún Björk Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 12:10

8 identicon

Alonso Karl er til í bæði mótin :) Hann er búinn að vera á ferðalagi en mætir í næstu viku.

Árný (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 14:37

9 identicon

Sindri Már er til í bæði mótinn :) ekkert eins skemmtilegt og að keppa

Ragnheiður (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 00:40

10 identicon

Veit ekki með seinna mótið

Pétur Uni er klár í Arionbanka mótið (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 10:44

11 identicon

Magnús Ingi mætir á arionbanka mótið

Jónína kristinsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 18:17

12 identicon

Birkir Bóas býst við að mæta - líklegast á bæði :)

Rósa (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 11:43

13 identicon

Anton Örn er game í bæði mótin ;)

Kolbrun (IP-tala skráð) 22.7.2013 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.