Fréttir frá æfingum

Sælir foreldrar,

Ég er að reyna að bæta ráð mitt hvað varðar skrif hér á bloggið! Ein hugmynd hjá mér var að reyna að koma með reglulega fréttir af æfingum.

En æfingar hafa heilt yfir gengið ágætlega, það hefur þó verið töluverður dagamunur á því hversu agaðir strákarnir hafa verið. Á æfingu í dag miðvikudag voru þeir til að mynda nokkuð erfiðir sem endaði með því að undirritaður þurfti því miður að beita röddinni all hressilega í lok æfingar, sem er alltaf leiðinlegt því það eiga að sjálfsögðu ekki alltaf allir strákarnir skilið að heyra reiðilestur. Ég vona bara að þeir foreldrar sem þarna stóðu nálægt hafi ekki orðið hræddir :) það er auðvitað aldrei ætlunin að hræða neinn.

En svona að öllu gamni slepptu þá er þetta nú samt alveg eðlilegt í raun, það þarf stundum að hækka röddina og þá sérstaklega á meðan verið að er að ná aga í hópinn, en blessunarlega minnkar þetta svo fljótt þegar strákarnir verða farnir að læra að hlíða og hlusta. Svo passar maður sig að sjálfsögðu að vera aldrei með dónaskap eða segja eitthvað ósanngjarnt eða beinlínis rangt. Að lokum við ég segja að auðvitað er það ekki mín ákjósanlegasta aðferð að þurfa að vera með háreisti og mun ég að sjálfsögðu ekki gera það nema að algjör nauðsyn krefji. Helst aldrei!

En hafið nú ekki áhyggjur samt, það er alls ekki þannig að þeir séu slæmir (þvert á móti finnst mér þetta frábærir strákar sem bara þurfa leiðsögn:)) eða við þjálfararnir alveg kolvitlausir, heilt yfir gengur vel, við erum allir ða kynnast hvorum öðrum og smá saman mjakast þetta í rétta átt. Góðir hlutir gerast hægt :)

mbk, Jónsi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.