Foreldrafundi lokið

Sælir foreldrar/forráðamenn,

Í gær var haldinn foreldrafundur þar sem starfið í vetur var kynnt. Guðbjörg Norðfjörð kom og var með pistil um hvernig á að haga greiðslu æfingagjalda og slíku en því miður var ég ekki á staðnum þegar hún fór yfir þau mál og get því lítið sagt frá því hér.

Ég sagði sjálfur frá því hvaða mót við stefnum á að fara á og má þar nefna Norðurálsmótið á Skaganum um miðjan júní auk þess sem hugsanlegt er að fara á Króksmót í byrjun ágúst. Þá verða á dagskránni ýmis dagsmót hér í borginni eða næsta nágrenni.

Við stefnum ekki á að spila fyrir áramót nema að eitthvað óvænt og spennandi komi upp. Ástæðan er einfaldlega sú að við þjálfararnir viljum kynnast strákunum betur áður en þeir fá að spila og einnig ná skikkanlegum aga á hópinn.

Það er einmitt aginn sem við munum vinna með nú og alveg fram að jólum, honum er nokkuð ábátavant en hann er sennilega mikilvægasti þáttur þess að verða góður knattspyrnumaður. Við munum því gefa okkur allan þann tíma sem við þurfum til að ná agamálum í lag og þá verður mun auðveldara að kenna fótboltann :)

Annars skuluð þið ekki hika við að senda mér tölvupóst á jonsi@haukar.is ef það eru einhverjar spurningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.