Færsluflokkur: Bloggar
Foreldrafundur miðvikudaginn 16. janúar kl. 16:45
14.1.2013 | 17:04
Miðvikudaginn 16. janúar kl. 17:45 (eftir æfingu hjá strákunum) verður haldin foreldrafundur hjá 7. flokki karla á Ásvöllum íþróttahúsi (2. Hæð). Velkomið að taka strákana með.
Megið endilega láta þetta ganga milli strákanna og foreldra þeirra svo sem flestir viti af fundinum.
Umræða : Starfsárið 2013 og nýr þjálfari kynntur.
Vonum að sem flestir mæti!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Æfing í Risanum og foreldrafundur
11.1.2013 | 11:47
Komið þið sæl,
Næsta æfing er á sunnudaginn kl. 11:00 í Risanum. Vona að sem flestir geti mætt þá.
Ég er í smá vandræðum með að læra nöfnin á strákunum og hafði því hugsað mér að taka myndir af þeim á næsta æfingu (og á æfingunum þar á eftir fyrir þá sem komast ekki á sunnudaginn) til að hjálpa mér við að læra nöfnin. Ef ég læri svo vel á bloggsíðuna þá ætla ég að reyna að koma myndunum þar inn.
Síðan vildi ég minna á foreldrafundinn á miðvikudaginn 16. janúar og byrjar hann strax eftir æfinguna hjá strákunum eða kl. 17:45. Vona að sem flestir sjái sér fært að mæta þá. Það er í góðu lagi að taka strákana með en þeir þurfa að sýna á sér sparihliðina á fundinum :-).
kveðja,
Sigmar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfing í dag
9.1.2013 | 11:27
Sæl verið þið,
Fyrsta æfingin á nýju ári er í dag miðvikudag (9. janúar). Ég mun reyna að hafa æfinguna úti en ef veðrið verður þannig að það er ómögulegt mun ég fara með þá inn í íþróttahúsið á Ásvöllum. Ef engir salir eru lausir þar þá munum við horfa á dvd, þar sem fótbolti verður í hávegum hafður.
kveðja,
Sigmar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta æfing á nýju ári - Gleðilegt ár
4.1.2013 | 11:32
Komið þið sæl og gleðilegt ár,
Vildi minna á að fyrsta æfing á nýju ári er miðvikudaginn 9. janúar kl. 16:30. Hugmyndin er svo að vera með foreldrafund viku seinna eða miðvikudaginn 16. janúar, strax eftir æfingu eða kl. 17.45. Ég mun koma nánari upplýsingum um það hérna á blogginu síðar. Þið megið endilega láta þetta berast milli strákanna og endilega að skoða bloggið reglulega því ég mun nota þann vetvang til að koma upplýsingum til ykkar.
Nýárskveðja,
Sigmar S
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölgreinaæfing og svo kemur jólafrí
20.12.2012 | 09:12
Það er fjölgreinaæfing í dag kl. 17:10 - 18:00 og svo eru strákarnir komnir í jólafrí. Biðst afsökunar á þessum ruglingi en vona að þetta komi ekki að sök.
Þið sjáið svo á blogginu hér að neðan hvenær æfingar byrja aftur eftir jólafrí ásamt upplýsingum um foreldrafund.
kv, Sigmar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólafrí
19.12.2012 | 21:43
Komið þið sæl,
Eins og fram kemur í fréttinni hér að neðan tek ég við þjálfun hjá 7. flokku núna eftir áramót. Ég var þó viðstaddur æfinguna á sunnudaginn með Jónsa og var svo mættur galvaskur í dag. Veðrið var hins vegar aðeins að stríða okkur og því var mætingin dræm og þeir sem mættu fengu smá inni æfingu. Á æfingunni í dag dreifði ég miða þar sem kom fram að þetta væri síðasta æfingin fyrir jól. Mér skilst hins vegar að það sé fjölgreinaæfing á morgun (fimmtudag) en ég mun kanna það betur á morgun og láta vita strax hérna á blogginu. Fyrsta æfing eftir jólafrí verður svo miðvikudaginn 9. janúar og vona ég að sem flestir mæti þá og veðrið leiki okkur betur en í dag. Hugmyndin er svo að vera með foreldrafund miðvikudaginn þar á eftir (16. janúar) og þá kl. 17:45 eða strax eftir æfingu hjá strákunum. Ég mun þó auglýsa tímasetninguna betur á blogginu. Þar mun ég kynna mig og fá að kynnast ykkur. Eins mun ég aðeins fara yfir þau áherslu atriði sem ég mun fara yfir og reyna að svara spurningum. Ég skora því á ykkur að skoða bloggið reglulega og ég skal lofa að koma upplýsingum þangað inn sem skipta máli.
Ég hlakka mikið til að vinna með þessum drengjum í 7. flokk og eftir þessar tvær æfingar sem ég hef fylgst með sé ég að þetta eru öflugir og fjörugir drengir. Ég vill svo að lokum óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið hafið það gott yfir hátiðarnar.
Kveðja,
Sigmar Scheving
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjálfaraskipti
18.12.2012 | 16:02
Kæru foreldrar
Frá og með janúar 2013 höfum við ráðið nýjan þjálfara á 7.flokk karla í knattspyrnu. Jónsi mun hverfa alfarið til starfa í kvennaboltanum og við tekur maður að nafni Sigmar Scheving. Sigmar er mikill haukamaður og er tveggja barna faðir. Sigmar þjálfaði knattspyrnu hér áður en er að byrja aftur eftir hlé. Sigmar mætti á síðustu æfingu og mun stjórna æfingunni á morgun sem er síðasta æfing fyrir jólafrí.
Við bjóðum Sigmar velkomin til starfa og þökkum Jónsa fyrir þó stutt hafi verið.
Nú erum við komin með þjálfara sem verður án efa út tímabilið og vonandi lengur. Ungu þjálfararnir okkar tveir, þeir Birkir og Gylfi verða báðir áfram með flokkinn og verður því raskið minna fyrir strákana.
Með jólakveðju, íþróttastjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Væntanlega inniæfing í dag
5.12.2012 | 15:09
Sælir foreldrar
Mér þykir mjög líklegt að við þurfum að vera inni með strákana í dag 5.12. Við getum kannski farið í skotbolta inni í karatesal í hálftíma en svo verður þetta bara eitthvað dund væntanlega. Þið ráðið að sjálfsögðu alveg sjálf hvort þið haldið þeim heima eða sendið þá til okkar :)
kv. Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingar á sunnudögum
25.11.2012 | 00:56
Sælir foreldrar!
Mig langaði bara að minna á að sunnudagsæfingar eru kl.11 inni í Risa (við hlið Kaplakrika á FH-svæðinu). Það hefur verið aðeins dræmari mætingar á þær æfingar en aðrar, endilega látið sjá ykkur! :)
kv. Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Allt gengur vel
16.11.2012 | 14:08
Sæl öll!
Alltof langt síðan ég skrifaði hér síðast, en ég vildi bara segja að það gengur allt vel hjá okkur á æfingum. Nú eru allir að verða búnir að kynnast og þá verða hlutirnir alltaf auðveldlega :)
Lofa bót og betrum í skrifum hér í framtíðinni!
Sjáumst á sunnudag!
kv. Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)