Færsluflokkur: Bloggar

Engin fjölgreinaæfing í dag

Sæl, 

Æfingin í dag fellur því miður niður. Handboltaleik Hauka og Akureyringa hefur verið flýtt til kl. 18 vegna tímasetningar á flugi hjá þeim. Því miður hefur þetta þau áhrif að við missum okkar æfingu í dag.

Biðst velvirðingar á því að hafa ekki látið vita af þessu fyrr.

kveðja,
Sigmar

Flott mót um helgina - styttist í það næsta

Komið þið sæl,

Þá erum við búnir að taka þátt í fyrsta mótinu á þessu ári og var ég mjög ánægður með þátttökuna og hvernig strákarnir voru að leggja sig fram.  Úrslitin hjá liðunum voru vissulega misjöfn en það mikilvægast í þessu var að taka þátt og leggja sig fram.  Og voru allir að gera það.  Þetta var líklegast fyrsta mótið hjá einhverjum og einhverjir hafa ekki tekið þátt í langan tíma.  Við þjálfararnir sáum því að það er eitt og annað sem við þurfum að fara betur út í með strákunum en þessi mót eru einmitt hugsuð til að sjá hvar menn standa.  Þó svo að úrslitin skipta alltaf einhverju máli þá eru þau ekki allt.  Það sem er mikilvægt í þessu er að strákarnir séu að fá verkefni við hæfi og að þeir séu að spila á móti liðum og leikmönnum með svipaða getu.  Það var að ganga í einhverjum tilvika en öðrum ekki.  En líkt og strákarnir þá lærðum við þjálfararnir mikið af þessu móti og erum reynslunni ríkari.

En það er skammt stórra högga á milli í þessum heimi og er næsta mót hjá þeim sunnudaginn 3. mars í Kórnum í Kópavogi.  En ég mun setja nánari upplýsingar um það á bloggið á næstunni.

Kveðja,

Sigmar


Mót á sunnudaginn (17. febrúar) í Fífunni (Kópavogi), engin æfing í Risanum!!

Komið þið sæl,

Þá er komið að fyrsta mótini hjá okkur á þessu ári og eru allir mjög spenntir.  Skráningin var mjög góð og erum við komnir með 5 lið.  Mótið skiptist þannig að annar hópurinn byrjar kl. 8:30 og spilar til 11:00.  Hinn hópurnn byrjar kl. 11:00 og spilar til kl. 13:30.  Mótsgjaldið er kr. 1.000 og greiðist við komu.

Rétt að benda á að æfingin í Risanum dettur niður á Sunnudaginn vegna mótsins.

Þeir sem eiga að byrja að spila kl. 8:30 eru: og er mæting kl. 8:15

Gunnar Hugi, Sigurður Sindri, Dagur Nökkvi, Andrés, Dagur Orri, Sören, Stefán, Hrafn Aron, Andri Steinn Ingvarsson, Magnús Ingi, Ævar Örn, Sindri Már, Alexander Þór, Þorsteinn, Pálmar, Sigfús, Haukur Birgir, Alonso og Halldór Ingi. 

Þeir sem eiga að byrja að spila kl. 11:00 eru: og er mæting kl. 10:40:

Ásgeir Bragi, Birkir Bóas, Pétur Uni, Jörundur, Tristan, Kristófer Fannar, Þorvaldur, Hugi, Ólafur Darri, Oddgeir, Emil og Eyþór Hrafn, Svanbjörn. 

Ef ykkar drengur á að mæta en er ekki á listanum hér að ofan þá megið þið endilega láta mig vita sem fyrst.  Eins ef það verða einhver forföll hjá þeim sem eru búnir að skrá sig.

Leikjaniðurröðunin er ekki komin en planið er að flest liðin spila ca 6 leiki og er hver leikur 10 mínútur.  Það eru 5 inn á í einu (þar af einn markmaður).  Markmiðið með þessu öllu saman er að spila fótbolta og hafa gaman. 

Eins og ég var búinn að minnast á áður þá er ekki nauðsynlegt að mæta í Haukabúning (nema menn eigi þá) en endilega að mæta í rauðum búningum. 

Hitastigið í Fífunni er mun betra en í Risanum og því geta þeir spilað í stuttbuxum og keppnistreyju, en nauðsynlegt að hafa eitthvað til að fara í á milli leikja.  Eins er gott að vera með smá nesti (t.d. ávexti eða eitthvað sem er létt í maga) og brúsa af vatni.   

Haukakveðja,

Sigmar (846-8051)

P.s. Fyrir þá sem ekki vita þá er Fífan í Kópavoginum rétt við Kópavogsvöllinn hjá Breiðablik.  Vona að þetta kort hér að neðan hjálpi en Fífan er við Dalsmára, aðeins lengra en Smáraskóli.

http://ja.is/kort/#q=index_id%3A824442&x=358759&y=403190&z=9 



Mót í Fífunni sunnudaginn 17.f ebrúar frá kl. 8:30-13:30

Sæl verið þið,

Við erum búin að skrá 4 lið á mót nk. sunnudaginn (17. feb).  Þessu verður skipt í tvo hópa og spilar fyrri hópurinn frá kl. 8:30 –  ca 11:00 og seinni hópurinn frá 11:00 – ca 13:30.  Ég mun við fyrsta tækifæri láta ykkur vita í hvorum hópnum drengirnir verða ásamt leikjafyrirkomulagi þegar það liggur fyrir.  Hvert lið spilar ca 6 leiki og er hver leikur 10 mínútur.  Kostnaðurinn er kr. 1.000 sem greiðist við komu

Þeir sem hafa boðað komu sína í mótið eru eftirfarandi:

Eldra ár:

Ásgeir Bragi, Birkir Bóas, Emil Fannar, Eyþór Hrafn, Hugi, Jörundur, Kristófer Fannar, Oddgeir, Ólafur Darri, Pétur Uni, Sigurður Sindri, Stefán Karolis, Tristan Snær, Þorvaldur og eru Gunnar Hugi og Hrafn Aron líklegir.

Yngra ár og 8. fl.

Andri Steinn Ingvarsson, Dagur Nökkvi, Dagur Orri, Magnús Ingi, Sören, Þorsteinn Ómar, Alanso og Halldór Ingi.

Í heildina eru þetta 24 strákar sem eru búnir að skrá sig.

Það sem ég þarf að fá frá ykkur og helst sem fyrst er að þeir sem eru á þessum lista en komast ekki láti mig vita sem fyrst og eins þeir sem eru ekki á þessum lista en ætla að mæta láti vita sem fyrst.

Rétt að benda á að einhverir voru búnir að skrá sig á mót sem HK heldur í Kórnum en sú skráning á ekki við um þetta mót.  Bið ykkur því um að skoða vel hvort ykkar drengur er ekki örugglega skráður ef hann ætlar að mæta.

Kveðja,

Sigmar 


Mót í Fífunni og uppfærður netfangalisti

Komið þið sæl,

Uppfærður netfangalisti 

Ég var að uppfæra netfangalistann og vona að þeir sem eru að fá þennan póst séu með dreng í 7. flokki karla. Ef ekki þá megið þið senda á mig póst og ég tek ykkur af listanum. Eins þeir sem eru með dreng í flokknum en eru að fá póst á fleiri en eitt póstfang og vilja ekki fá póst á þau öll geta látið mig vita og ég tek þau tölvupóstföng sem þið viljið ekki hafa af listanum.

Mót í Fífunni 17. febrúar 

Það er búið að bjóða okkur að koma á mót hjá Breiðablik í Fífunni þann 17. febrúar frá kl. 9-14 (þeir eru þó ekki að spila allan tímann heldur dreifist mótið á þennan tíma). Kostnaður við þetta mót er kr. 1.000, en þið sjáið póst frá Blikum um þetta hér að neðan. Ég hefði áhuga á því að fara með þá á þetta mót en er þó búinn að skrá okkur á mót hjá HK 3. mars. það er komin mjög góð skráning í það mót eða tæplega 30 strákar. Ég geri mér grein fyrir því að þetta tekur allt tíma og kostar allt einhver peningaútlát ásamt því að þarna er frekar stutt á milli móta. Hins vegar voru engin mót hjá strákunum fyrir áramót og frekar langt í 3. mars.

Þið megið því endilega senda á mig póst eða svara á blogginu (þessi póstur fer líka á bloggið) hvort þið hafið áhuga á því að senda drengina á þetta mót í Fífunni. Ég þarf að gefa þeim svar í síðasta lagi á þriðjudag.

Hér að neðan er svo einnig slóðin á bloggsíðuna og hvet ég ykkur að skoða hana reglulega, en ég mun reyna að vera duglegur að koma upplýsingum þangað sem skipta máli.

kveðja, Sigmar

Bloggsíða 7. flokks karla

http://7kkhaukar.blog.is/blog/7kkhaukar/

Póstur frá Breiðablik

Við ætlum að hafa vinamót fyrir 7. fl. karla hjá okkur í Fífunni þann 17. febrúar. Ætlum að skipta í fjóra getuflokka og spila frá 9.00 til 14.00. Það mun kosta 1.000 kr. á mótið - veittur verðlaunapeningur (eigum eftir að útfæra betur).


Upplýsingar um mót og þjálfara

Komið þið sæl,

Hægra megin á síðunni undir "Takið eftir" eru komnar upplýsingar um Þjálfarana og gsm og tölvupóstfang hjá mér.  Þetta kemur aðeins í "belg og biðu" en vonandi skilst þetta.  Ég er alltaf að læra meir og meir á þetta "tryllitæki" sem bloggið er og vonandi tekst mér að lagfæra þetta síðar.

Eins eru komnar upplýsingar um hvaða mót ég hafða hugsað mér að fara á með strákana í sumar.  Þetta er allt háð breytingum og ekkert meitlað í stein en þó ákveðinn rammi til að vinna eftir.  Það eru tvö mót í maí og gæti verið að við sleppum öðru þeirra en þetta fer allt eftir áhuga.  Hér að neðan sjáið þið svo mótin en þetta er svo allt hér til hægri líka. Ég ætla svo að reyna að fá eitthvað lið í heimsókn til okkar á æfingu eða komast í heimsókn til annars liðs.

  • Mót hjá HK í Kórnum 3. mars
  • KFC mót Víkings 4.-5. maí
  • Vís Mót Þróttar 25.-26. maí
  • Norðurálsmótið á Akranesi 21.-23. júní
  • Arionbankamót Víkins 17.-18. ágúst
Kveðja,
Sigmar
P.s. Að lokum vildi ég benda áhugasömum á að Herrakvöld Hauka er haldið laugardaginn 2. febrúar en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Hauka (http://haukar.is/)

Fyrirlestrar á Ásvöllum næstu þrjá þriðjudaga

Kæru forráðamenn

Næstkomandi þrjá þriðjudaga verða haldnir opnir fyrirlestrar sem eru tilvaldir fyrir alla áhugasama Haukaiðkendur og foreldra og/eða aðstandendur þeirra.

Fyrstu tveir fyrirlestrarnir voru haldnir sl. vetur og þurfti að endurtaka þá þar sem færri komust að en vildu. Það verður því aftur boðið upp á þá, auk nýs fyrirlesturs um hæfileika og það hvernig þeir verða til.

Fyrirlesari er Kristján Ómar og verða fyrirlestrarnir í hér á Ásvöllum.

Fyrirlestradagskrá:

Þriðjudagurinn 29. janúar kl. 20:00-21:00 Betri matarvenjur = betri í íþróttum og betri einkunnir

Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00-21:00 Fæðubótarefni - eitthvað fyrir íþróttaunglinginn?

Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20:00-21:00 Hvernig verða hæfileikar til?

Það þarf að skrá sig á fyrirlestrana hér: https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dEI2SlZOM1oyUjRaRk82NS1mV3JYbGc6MQ

þið þurfið bara að copera slóðina hér að ofan og paste í nýjum vafra og þá eruð þið komin á réttan stað. Ekki svara á blogginu hér að þið ætlið að mæta því ég held ekki utan um þetta og því hætta á því að eitthvað misfarist  


Kaldar hetjur og mótið hjá HK

Komið þið sæl,

Það var kalt á æfingunni í dag en strákarnir stóðu sig eins og hetjur og létu veðrið ekki mikið á sig fá.  Vill benda á að það er mikilvægt að þeir mæti vel klæddir á þessum árstíma enda betra að þurfa að taka af sér flíkurnar ef þeim er heitt en að verða kalt.  

Það var flott mæting í dag (um 25 strákar) þrátt fyrir kuldann og var ég mjög ánægður með það (þ.e. ég var ánægður með mætinguna ekki kuldann......).  

Eins og ég minntist á í blogginu hér að neðan þá er ég búinn að skrá 5 lið á mótið hjá HK í byrjun mars.  það eru 16 búnir að boða komu sína (einn hefur afboðað) og því geri ég ráð fyrir að það séu einhverjir sem eiga eftir að svara og aðrir sem vita ekki af þessu.  Ég er því bjartsýnn á að við náum þessum 25-30 strákum sem við þurfum til að ná í 5 lið en ef ekki þá fækkum við um eitt lið.  En endilega að svara á blogginu ef þið vitið að ykkar drengur komist eða komist ekki.

kveðja,

Sigmar S 


Mót hjá HK í Kórnum 3.3.2013

Sæl verið þið,

Eins og ég talaði um á foreldrafundinum í gær þá er búið að bjóða okkur á mót hjá HK í byrjun mars.  Ég er búinn að skrá 5 lið til keppni en það merkir að við þurfum að fá ca 30 stráka til að mæta.  Það getur verið að það sé of mikið en svo ég geti fengið aðeins betri tilfinningu fyrir þessu þá væri gott að fá frá ykkur hérna á blogginu hvort það sé líklegt að ykkar drengur mæti.  Og eins ef það er öruggt að þeir komast ekki.  Geri mér grein fyrir að það er langt í þetta mót og því getur alltaf eitthvað breyst en þetta er bara svo ég geri mér grein fyrir líklegum fjölda.  Þegar nær dregur þessu móti þá mun ég fá loka skráningu.

kv, Sigmar

En hér að neðan eru upplýsingar um mótið: 

Leikið er á átta völlum inni í Kór þar sem yrði spilað 5 á 5. Hver leikur væri 10 mínútur og hvert lið fengi 5 leiki. Það væri spilað í tveimur hollum og hvoru holli væri hægt að getuskipta. Við værum ekki að elta úrslit í þessu móti heldur að sækjast eftir jöfnum leikjum þar sem leikgleði væri við völd.

 Spila A og B lið á milli 12 og 14. C og D liðin á milli 14-16.

 

Mótsgjaldið per iðkanda er 1500,- kr. Innifalið er dómgæsla og glaðningur að móti loknu.


Foreldrafundurinn í gær

Komið þið sæl,

Langar til að þakka ykkur fyrir góða mætingu og fínan foreldrafund í gær.  Það sem kom einn helst fram þar var eftirfarandi:

 

  • Guðbjörg fékk spurningu um hvort ekki væri hægt að færa miðvikudagsæfinguna inn en vegna plássleysis þá er það ekki hægt.
  • Ég fór yfir það sem ég mun leggja áherslu á í vor og sumar og er það að byrja á því að kynnast strákunum og mynda traust á milli okkar.  Ég vill hafa ákveðinn aga á hlutunum og að þeir læri að vinna í hóp og fara eftir fyrirmælum.  Þegar þetta er komið og þeir eru með rétta hugarfarið þá er hægt að vinna í því sem skiptir mestu máli í fótbolta en það eru sendingar og og taka á móti bolta (algjör grunnur í þessari íþrótt).  Eins mun ég vinna í boltatækni almennt.  Þetta eins og allta annað snýst bara um endurtekningar og þá ná þeir betri tökum á þessu.  Þegar ég tala um endurtekningar þá verður það ekki þannig að þeir eru alltaf að gera sömu æfingarnar enda snýst þetta líka um fjölbreytni.  
  • Birgir og Gylfi verða áfram sem aðstoðarþjálfarar og er það mjög gott.  Þeir þekki strákana vel og ná mjög vil til þeirra.  Ég hef bara unnið með þeim í tvær til þrjár vikur og líst mjög vel á þá.  Held að þetta séu framtíðar þjálfarar hjá félaginu.
  •  Varðandi mót þá er Norðurálsmótið á Skaganum haldið 21.-23. júní.  Ég hef fullan hug á að fara með strákana á þetta mót en nánari upplýsingar um mótið berast á heimasíðu mótsins (http://kfia.is/norduralsmot/) 1. febrúar.  Ég mun koma upplýsingum til ykkar þegar þær berast.  Eins er búið að bjóða okkur á mót hjá HK 3. mars og er það stutt mót þar sem leiknir eru 5 leikir á lið og kostnaður 1500 kr.  Ég mun athuga áhuga á því hjá ykkur með því að setja nýtt blogg um það á eftir eða á morgun.  Eins ætla ég að skoða önnur mót sem eru í boði ásamt því að skoða það að fá lið í heimsókn eða fara í heimsókn til annara liða.
  • Að lokum vil ég hvetja ykkur til að skoða bloggið reglulega en það kom upp ósk um að ég sendi póst þegar ég set fréttir hérna inn.  Ég mun því gera það og ef þið eruð ekki að fá þá pósta þá getið þið sent mér póst á (sigmar@tm.is) með upplýsingum um ykkur ásamt hvaða dreng þið eruð með

 

Annað var það ekki en ég vona að sem flestir mæti á fjölgreinaæfinguna á eftir kl. 17:10.

kveðja,

Sigmar 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.