Færsluflokkur: Bloggar

Norðurálsmótið 2013 - Myndir

Póstur frá mótsstjórn Norðurálsmótsins 
 
Sælir tengiliðir og þjálfarar.

Takk fyrir ánægjulegt mót og frábæra þátttakendur og gesti.

Við erum búin að koma myndunum frá mótinu á heimasíðuna, bæði liðsmyndunum og keppnismyndunum.  Allir geta skoðað þær þar í skjágæðum, slóðin er http://www.kfia.is/norduralsmot/myndasafn/.
Vinsamlegast komið póstinum áfram á alla foreldra og forráðamenn, sem áttu keppendur á mótinu.

-- 
Með kveðju, mótsstjórn Norðurálsmótsins 2013

Smá fréttir af starfinu!

Sæl verið þið,

Langar bara aðeins til að senda ykkur smá fréttir af starfinu.  Það er greinilegt að það eru margir í sumarfríum þessa dagana og því færri strákar en ella á æfingum. Það hafa nokkrir nýir verið að mæta og mega foreldrar þeirra endilega heyra í mér upp á skráningar.  

Við vorum að reyna að fá eitthvað lið í heimsókn til okkur en það er sama sagan hjá öðrum félögum og því ætlum við aðeins að setja þetta í bið.  Það er hins vegar mót framundan í ágúst.  Ég er búinn að skrá strákana til leiks á Arionbankamót Víkings sem fer fram annað hvort 17. eða 18. ágúst.  Mótið er báða dagana en hver drengur spilar bara annan daginn.  Eins er búið að bjóða okkur á mót hjá Aftureldingu sem fer fram 31. ágúst - 1. september.  Ég er ekki búinn að skrá þá til leiks þar en vildi hlera ykkur með hvort það sé áhugi fyrir því að fara á tvö mót með stuttu millibili.  Þið megið því endilega láta vita hérna á blogginu ef þið hafið áhuga á báðum þessum mótum.  (rétt að benda á að ég er búinn að skrá okkur til leiks á Arionbankamótið en ekki hitt).  Kostnaður við hvort mót per iðkenda er kr. 2.000.  Spilað í 5 manna bolta í í báðum mótunum (uppfært, hafði fengið upplýsingar um annað fyrr í morgun).

Ég vill svo benda á mikilvægi þess að strákarnir mæti á réttum tíma á æfingu.  Það getur nefnilega truflað æfinguna og uppsetningu hennar ef margir eru að mæta of seint.  Þið megið endilega ítreka þetta við strákana.

Að lokum ætla ég svo að benda ykkur á að Haukarnir eru í 2. sæti í 1. deildinni og því í smá séns að komast upp.  Hvet því strákana til að mæta á leiki hjá liðinu (og draga mömmu og/eða pabba með sér :-) ) og hvetja liðið.   Það eru tveir heimaleiki í næstu viku, gegn Völsungi á þriðjudaginn 16. júlí kl. 19:15 og svo á móti Þrótti R. á föstudaginn 19. júlí kl. 19:15.

Áfram Haukar

Sigmar 


Norðurálsmótið Stöð2 sport

hæhæ

Nú er verið að sýna frá Norðurálsmótinu á Stöð2 sport á fimmtudag eða á morgun sem sagt, byrjar þetta kl 20 og er til 20.45, sú hugmynd hefur komið upp að leyfa strákunum að horfa á þetta saman upp á Ásvöllum og panta pizzu fyrir þá. Hafa þetta þá bara strax eftir æfingu á morgun, hægt að leyfa þeim að vera úti að leika smá eftir æfingu og svo borða áður en þetta byrjar.
Nú er bara spurning hvort ekki sé áhugi fyrir þessu hjá strákunum ykkar :)


Kveðja
Ragnheiður

Takk fyrir helgina!!!!

Sæl verið þið,

Langið bara til að þakka strákunum fyrir frábæra helgi.  Foreldrum og liðstjórum (sem eru sama fólkið) vill ég einnig þakka fyrir frábæran stuðning.  Síðast en ekki síst vill ég þakka þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur og þeim sem stóðu í því að redda þessum styrkjum fyrir okkur.  En með sameiningu held ég að þetta mót hafi tekist mjög vel hjá okkur.  Þetta var vonandi lærdómsríkt og skemmtilegt fyrir alla (var það að minnsta kosti fyrir mig).  Svo er bara að byggja á því jákvæða sem kom út úr þessu móti en ef allir leggja sig jafn mikið fram á næstu æfingum og þeir gerðu síðasta daginn í mótinu þá er framtíðin björt hjá þessum drengjum og HAUKUM.  Setti eina mynd af hverju liði á facabook síðu flokksins til gamans.  

Það verður æfing á morgun en þið metið bara hvort þið viljið gefa strákunum frí á morgun.  Við þjálfararnir verðum á staðnum og munum vera með æfingu fyrir þá sem mæta.

ÁFRAM HAUKAR

Sigmar 


Skóli og leikjaniðurröðun fyrir föstudaginn komin á netið

Sæl verið þið,

Við gistum í Grundaskóla, á 2. hæð í stofum C210, C211 og C212.  Sjá nánar á heimasíðu mótsins ásamt því að kort af staðsetningu er þar.  Einnig leikjaniðurröðunin af föstudagsleikjunum komin á netið hjá þeim ásamt upplýsingum um vellina.  En skiptingin í liðin hjá okkur er þessi:

A-lið (lið 1)

B-lið (lið 2)

D-lið (lið 3) 

F-lið (lið 4) 

Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu mótsins:

http://www.kfia.is/norduralsmot/ 

kv, Sigmar 


Fundur á eftir, listi yfir hvað skal taka með og peysurnar

Sæl verið þið,
Minni á fundinn eftir æfinguna á eftir, ca kl. 18:15.  Þar munum við fara yfir helstu atriði og líklegast afhenda peysurnar.  Eins munum við dreifa þeim mat sem við höfum fengið fyrir strákana á bílana.  Við höfum fengið mjög mikið af mat frá hinum ýmsu fyrirtækjum og þökkum þeim sem hafa reddað því og þeim fyrirtækjum sem hafa verið að styrkja okkur fyrir það.  Ég er ekki búinn að fá upplýsingar um í hvaða skóla við verðum en það kemur vonandi í ljós fyrir fundinn í kvöld.  Tjaldstæðin eru komin og sendi ég póst um það áðan.
 
Minni ykkur svo á að skoða blaðið sem ég sendi í vikunnu með upplýsingum um hvar strákarnir gista og upplýsingar um foreldra/tengilið.   

Hér að neðan sjáið þið lista yfir það sem ég til að strákarnir þurfi að hafa með sér.  Megið endilega bæta við ef ég er að gleyma einhverju.  

  •  Dýnu (ekki tvíbreiða) fyrir þá sem gista í skólanum
  •  Svefnpoka (sæng) fyrir þá sem gista í skólanum
  •  Kodda fyrir þá sem gista í skólanum
  •  Keppnisgalli 
  • treyja
  • stuttbuxur
  • sokkar (gott að hafa til skiptanna)
  • takkaskór 
  • legghlífar 
  •  Upphitunarbúning
  •  Hanska/húfu
  •  Sokka, nærföt og boli.
  •  Handklæði
  •  Sundföt
  •  Vindjakki/regnjakki (gæti rignt)
  •  Hlý peysa eða annað hentugt ef góða veðrið svíkur okkur.
  •  Svo auðvitað bara föt til skiptanna.
  •  Vatnsbrúsi (mikilvægt að hafa eitthvað til að drekka milli leikja, og þá er vatnið best....)
  •  Tannkrem
  •  Tannbursti
  •  Sólarvörn
  •  Afþreying (spil, bækur, tölvuspil....), er á eigin ábyrgð

Norðurálsmótið nálgast, nokkrir punktar

Sæl verið þið,

Nú styttist óðum í stóru stundina og líklegast allir að verða spenntir.  Hér að neðan eru nokkrir punktar sem ég vildi hnykkja á.

Við ætlum að vera með mjög stuttan fund eftir æfinguna á fimmtudaginn ca kl. 18:15.  Líklegast á annari hæðinni á Ásvöllum.  Förum yfir helstu atriði og ég svara spurningum ef einhverjar eru.  í framhaldi af fundinum munum við dreifa á bílana því sem búið er að safna og kaupa inn í nesti fyrir strákana.  

Það er komin gríðarlega öflug matarnefnd sem skipa þau, Sunna (mamma Ólafs Darra), Anna María (mamma Ásgeirs), Ragnheiður (mamma Sindra), Sveinn Óli (pabbi Huga), Sigrún (mamma Tristans) og Sigrún (mamma Sigfúsar).

Hér að neðan sjáið þið svo hvernig búið er að skipa í þau verkefni sem þarf að klára.  Varðandi sundið þá geri ég ráð fyrir að það þurfi að fara 2-3 fullorðnir með þeim en væntanlega mönnum við það bara á staðnum.  Svo er ekki víst að þeir geti farið í sund báða dagana.  Það er eitthvað sem fararstjórar og foreldrar finna út úr.  Það á eftir að fylla upp í einhverjar farastjórastöður líka en þar sem það eru margir foreldrar á staðnum þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því heldur.  En þó alltaf betra ef við náum að manna það áður en við mætum á svæðið.
 Lið 1Lið 2Lið 3Lið 4
Fararstjóri föstudagurLaufeyHarpaRagnheiðurHalldóra
Sundferð föstudagLaufeySigrúnIngvarMarel/Þröstur
Fararstjóri yfir nótt    
Fararstjóri laugardagur Sveinn ÓliAldísArndís
Sundferð laugardag JónasIngvarMarel/Þröstur
Fararstjóri yfir nótt    
Fararstjóri sunnudagur  Villi? 
Aðstoð við kvöldsnarl fösAnna MaríaÁlfheiður Sigrún S
Aðstoð við kvöldsnarl lauAnna María  Sigrún S
 
Fararstjórar sem ætla að gista eru: Pabbi Alonso, Ragnar pabbi Jörundar, Halldóra mamma Palla, Ingvar pabbi Andra Steins, Þröstur pabbi Orra og Sveinn Óli pabbi Huga.

Í tölvupóstinum sem ég sendi áðan er skjal með mikilvægum upplýsingum.  Þið megið endilega skoða þetta vel og láta vita ef eitthvað er rangt og eins það sem þarf að fylla upp í.  Það sem ég þarf að fá er: Hvar strákurinn gistir (skóla, tjaldstæði annars staðar), símanúmer hjá foreldrum, eru foreldrar á staðnum og ef ekki þá hver er tengiliður (nafn og símanúmer).  Eins er gott að vita ef drengirnir sem eru að gista eru að taka einhver lyf sem fararstjórar þurfa að vita af.
kv, Sigmar 


Tjaldstæðin og manna í þær stöður sem á eftir að manna!!!

Sæl verið þið,

Nú styttist óðum í stóru stundina og bara tæp vika til stefnu.  

Ég vildi bara minna ykkur á að þið þurfið að senda á mig fyrir mánudaginn 17. júní hverjir ætla að gista á tjaldstæðinu.  Ég mun senda það frá mér í lok dags á morgun.  Þeir sem eru búnir að senda á mig og ég er búinn að skrá eru:  Hafdís, Þórey, Hildur, Thelma, Ragnheiður, Bárður, Guðrún, Gunnur, Guðbjörg og Arndís.  Látið mig endilega vita ef þið ætlið að vera á tjaldstæðinu en eruð ekki á þessum lista.

Okkur vantar enn að manna nokkrar stöður og það sem við þurfum helst að fá sem fyrst er einhvern til að halda utan um matarmálin.  Það væri mjög gott ef einhverjir 2-3 gætu tekið það að sér.  En það hefur eitthvað staðið á framboðum.  Anna María mamma Ásgeirs er búinn að redda nokkuð af mat frítt sem þarf að sjá til að sé sótt og komið á staðinn ásamt því að sjá til þess að það sé keypt sem vantar. 

En hér sjáið þið pósta frá Önnu Maríu 

Ég er búin að fá gefins Heimilisbrauð, Pylsubrauð, Epli, Banana, Pylsur, Malakoff, Skinku og Kex, fyrir nestispakkana á Norðurálsmótinu fyrir Drengina okkar, og eitthvað af safa ( ekki nóg ) . 

Það sem einhver annar þarf að gera :) er : 
Það þarf að kaupa Smjörva , Ost og einhver drykkjarföng veit að Mjólkursamsalan gefur einhvern afslátt á Osti og Smjöri, ef einhver myndi hafa samband við þá. 

það vantar líka Sinnep, Tómatsósu og steiktan lauk , fyrir pylsurnar. Og eins væri gott ef þið senduð út á foreldrana að hittast á Fimmtudeginum svo hægt verði að dreifa brauðinu og ávöxtunum á bílana. 

Hér að neðan sjáið þið svo hvað er búið að skrá sig í og hvað ekki.  En ég held að við séum nokkurn vegin búin að manna næturnar.  Ég hef svo ekki miklar áhyggjur af kvöldsnarlinu þar sem það verða margir á svæðinu.  En við þurfum að manna fararstjórana alla dagana og á öll liðin, sundferðirnar og eins þann eða þá sem sjá um matarmálin.

kv, Sigmar

17.júní

Sæl verið þið,
 
Sjá tilkynningu frá íÞróttastjóra hér að neðan.  Rétt að taka fram að það er frí á æfingu á 17. júní. 
 

Kæru foreldrar

Mánudaginn 17.júní mun skrúðganga bæjarins byrja hér við Ásvelli kl. 13:00.
Við viljum hvetja alla sem ætla að mæta í skrúðgönguna að mæta Haukamerkt því öll íþróttafélög bæjarins ætla að fjölmenna og ganga saman með sinn fána í bæinn. Við höfum okkar fánabera sem ætlar að skarta Haukafánanum og við komum svo í fylkingu á eftir honum.

Sjáumst öll hress og kát í skrúðgöngunni.

 

Með bestu kveðju,

Guðbjörg Norðfjörð

Íþróttastjóri Hauka 

Nýr aðstoðarmaður og ég í fríi í næstu viku

Sæl verið þið,

Við fáum nýjan mann í þjálfarateymið hjá 7. flokknum og heitir hann Einar Karl Ágústsson.  Hans fyrsta æfing verður á mánudaginn og mun hann vera með Bigga og Gylfa.  Ég verð svo í fríi í næstu viku eins og áður hefur komið fram en við verðum vel mannaðir.  Við bjóðum Einar Karl velkominn í hópinn og vona að þið og strákarnir takið vel á móti honum.   

kveðja, Sigmar 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.