Færsluflokkur: Bloggar
Norðurálsmótið 2013 - Myndir
12.7.2013 | 09:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá fréttir af starfinu!
11.7.2013 | 09:36
Sæl verið þið,
Langar bara aðeins til að senda ykkur smá fréttir af starfinu. Það er greinilegt að það eru margir í sumarfríum þessa dagana og því færri strákar en ella á æfingum. Það hafa nokkrir nýir verið að mæta og mega foreldrar þeirra endilega heyra í mér upp á skráningar.
Við vorum að reyna að fá eitthvað lið í heimsókn til okkur en það er sama sagan hjá öðrum félögum og því ætlum við aðeins að setja þetta í bið. Það er hins vegar mót framundan í ágúst. Ég er búinn að skrá strákana til leiks á Arionbankamót Víkings sem fer fram annað hvort 17. eða 18. ágúst. Mótið er báða dagana en hver drengur spilar bara annan daginn. Eins er búið að bjóða okkur á mót hjá Aftureldingu sem fer fram 31. ágúst - 1. september. Ég er ekki búinn að skrá þá til leiks þar en vildi hlera ykkur með hvort það sé áhugi fyrir því að fara á tvö mót með stuttu millibili. Þið megið því endilega láta vita hérna á blogginu ef þið hafið áhuga á báðum þessum mótum. (rétt að benda á að ég er búinn að skrá okkur til leiks á Arionbankamótið en ekki hitt). Kostnaður við hvort mót per iðkenda er kr. 2.000. Spilað í 5 manna bolta í í báðum mótunum (uppfært, hafði fengið upplýsingar um annað fyrr í morgun).
Ég vill svo benda á mikilvægi þess að strákarnir mæti á réttum tíma á æfingu. Það getur nefnilega truflað æfinguna og uppsetningu hennar ef margir eru að mæta of seint. Þið megið endilega ítreka þetta við strákana.
Að lokum ætla ég svo að benda ykkur á að Haukarnir eru í 2. sæti í 1. deildinni og því í smá séns að komast upp. Hvet því strákana til að mæta á leiki hjá liðinu (og draga mömmu og/eða pabba með sér :-) ) og hvetja liðið. Það eru tveir heimaleiki í næstu viku, gegn Völsungi á þriðjudaginn 16. júlí kl. 19:15 og svo á móti Þrótti R. á föstudaginn 19. júlí kl. 19:15.
Áfram Haukar
Sigmar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Norðurálsmótið Stöð2 sport
26.6.2013 | 11:48
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Takk fyrir helgina!!!!
23.6.2013 | 15:36
Sæl verið þið,
Langið bara til að þakka strákunum fyrir frábæra helgi. Foreldrum og liðstjórum (sem eru sama fólkið) vill ég einnig þakka fyrir frábæran stuðning. Síðast en ekki síst vill ég þakka þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur og þeim sem stóðu í því að redda þessum styrkjum fyrir okkur. En með sameiningu held ég að þetta mót hafi tekist mjög vel hjá okkur. Þetta var vonandi lærdómsríkt og skemmtilegt fyrir alla (var það að minnsta kosti fyrir mig). Svo er bara að byggja á því jákvæða sem kom út úr þessu móti en ef allir leggja sig jafn mikið fram á næstu æfingum og þeir gerðu síðasta daginn í mótinu þá er framtíðin björt hjá þessum drengjum og HAUKUM. Setti eina mynd af hverju liði á facabook síðu flokksins til gamans.
Það verður æfing á morgun en þið metið bara hvort þið viljið gefa strákunum frí á morgun. Við þjálfararnir verðum á staðnum og munum vera með æfingu fyrir þá sem mæta.
ÁFRAM HAUKAR
Sigmar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skóli og leikjaniðurröðun fyrir föstudaginn komin á netið
20.6.2013 | 13:16
Sæl verið þið,
Við gistum í Grundaskóla, á 2. hæð í stofum C210, C211 og C212. Sjá nánar á heimasíðu mótsins ásamt því að kort af staðsetningu er þar. Einnig leikjaniðurröðunin af föstudagsleikjunum komin á netið hjá þeim ásamt upplýsingum um vellina. En skiptingin í liðin hjá okkur er þessi:
A-lið (lið 1)
B-lið (lið 2)
D-lið (lið 3)
F-lið (lið 4)
Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu mótsins:
http://www.kfia.is/norduralsmot/
kv, Sigmar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fundur á eftir, listi yfir hvað skal taka með og peysurnar
20.6.2013 | 09:33
-  Dýnu (ekki tvíbreiða) fyrir þá sem gista í skólanum
-  Svefnpoka (sæng) fyrir þá sem gista í skólanum
-  Kodda fyrir þá sem gista í skólanum
-  Keppnisgalli
- treyja
- stuttbuxur
- sokkar (gott að hafa til skiptanna)
- takkaskór
- legghlífar
-  Upphitunarbúning
-  Hanska/húfu
-  Sokka, nærföt og boli.
-  Handklæði
-  Sundföt
-  Vindjakki/regnjakki (gæti rignt)
-  Hlý peysa eða annað hentugt ef góða veðrið svíkur okkur.
-  Svo auðvitað bara föt til skiptanna.
-  Vatnsbrúsi (mikilvægt að hafa eitthvað til að drekka milli leikja, og þá er vatnið best....)
-  Tannkrem
-  Tannbursti
-  Sólarvörn
-  Afþreying (spil, bækur, tölvuspil....), er á eigin ábyrgð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðurálsmótið nálgast, nokkrir punktar
18.6.2013 | 21:50
Lið 1 | Lið 2 | Lið 3 | Lið 4 | |
Fararstjóri föstudagur | Laufey | Harpa | Ragnheiður | Halldóra |
Sundferð föstudag | Laufey | Sigrún | Ingvar | Marel/Þröstur |
Fararstjóri yfir nótt | ||||
Fararstjóri laugardagur | Sveinn Óli | Aldís | Arndís | |
Sundferð laugardag | Jónas | Ingvar | Marel/Þröstur | |
Fararstjóri yfir nótt | ||||
Fararstjóri sunnudagur | Villi? | |||
Aðstoð við kvöldsnarl fös | Anna María | Álfheiður | Sigrún S | |
Aðstoð við kvöldsnarl lau | Anna María | Sigrún S |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tjaldstæðin og manna í þær stöður sem á eftir að manna!!!
15.6.2013 | 21:10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.júní
11.6.2013 | 22:03
Kæru foreldrar
Mánudaginn 17.júní mun skrúðganga bæjarins byrja hér við Ásvelli kl. 13:00.
Við viljum hvetja alla sem ætla að mæta í skrúðgönguna að mæta Haukamerkt því öll íþróttafélög bæjarins ætla að fjölmenna og ganga saman með sinn fána í bæinn. Við höfum okkar fánabera sem ætlar að skarta Haukafánanum og við komum svo í fylkingu á eftir honum.
Sjáumst öll hress og kát í skrúðgöngunni.
Með bestu kveðju,
Guðbjörg Norðfjörð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr aðstoðarmaður og ég í fríi í næstu viku
7.6.2013 | 22:46
Sæl verið þið,
Við fáum nýjan mann í þjálfarateymið hjá 7. flokknum og heitir hann Einar Karl Ágústsson. Hans fyrsta æfing verður á mánudaginn og mun hann vera með Bigga og Gylfa. Ég verð svo í fríi í næstu viku eins og áður hefur komið fram en við verðum vel mannaðir. Við bjóðum Einar Karl velkominn í hópinn og vona að þið og strákarnir takið vel á móti honum.
kveðja, Sigmar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)