Færsluflokkur: Bloggar

Ein sunnudagsæfing eftir og skráning á mót.

Nú fer að kólna og veturinn væntanlega að minna á sig og er því bara ein sunnudagsæfing eftir, æfum sunnudaginn 27okt, og svo taka við inni æfingar í Hraunavallaskóla á föstudögum,Yngra árið kl 18 til 19 og það eldra frá 19 til 20,og verður frí um helgar í vetur.Byrjum föstudaginn 1.Nóvember.

Nú eru rétt ríflega 3 vikur í Keflavíkurmótið sem fer fram í Reykjaneshöll ,mótið er 16. nóvember og er mótsgjaldið 2000 kr á haus,innifalið í því er pítsuveisla og verðlaunapeningur og auðvitað nokkrir fótboltaleikir,spilaðir eru margir leikir á stuttum tíma og tekur þetta hálfan dag ,sennilega eftir hádegi.

Vinsamlegast skráið strákana hér í athugasemdar kerfinu,opið er fyrir skráningu þar til ég segi,en við þurfum smá tíma til að raða saman ,það að setja saman lið er mjög flókið mál og eitt það efiðasta sem þjálfarar gera.Eldra árið mun vera nokkurn vegin sér en þar sem yngra árið er mun fjölmennara þarf eitthvað að blanda saman yngra og eldra,sumir eru búnir að æfa í ar eða lengur og sumir eru að stíga sín fyrstu spor,og svo þarf líka að hafa stærð og líkamsstyrk í huga við niðurröðun í liðin.Opið er fyrir skráningar næstu tvær vikurnar eða svo.

Ef eitthvað er endilega hafiði samband   einar_karl@hotmail.com eða í síma.8406847.

 

Kv Einar.

 


Tilkynning frá Íþróttastjóra.

Skráningar iðkenda og greiðsla æfingagjalda fyrir 2013-2014 

ImageSkráningar og greiðsla æfingagjalda hafa gengið ágætlega en þó er enn um að iðkendur séu óskráðir. Við viljum því minna ykkur á að ganga í það og höfum við ákveðið að gefa ykkur frest til þriðjudagsins 15. október n.k. til þess að ganga frá skráningum. Skrá þarf í gegnum „Mínar síður“ hjá Hafnarfjarðarbæ en það er eina leiðin til þess að hægt sé að nýta niðurgreiðsluna. Eftir það verða þeir iðkendur sem enn eru óskráðir, skráðir inn af okkur og fá forráðamenn sendan greiðsluseðil heim. Það skiptir því miklu máli að skrá iðkendur sem fyrst til að fá þá niðurgreiðslu sem iðkendur eiga rétt á. 

Ef það er eitthvað óljóst í þessu, þá endilega hafið samband við Bryndísi í síma: 525-8702 eða á netfangið: bryndis@haukar.is 


Æfingar Á Sunnudögum og fl....

Sæl öllsömul.Við eigum tíma á gervigrasinu  á Ásvöllum á sunnudagsmorgnum kl 10.00,og langar mig að nota hann á meðan veður leyfir.Það semsagt bætist við æfing fyrir ferska einsaklinga á sunnudögum kl 10.00 .

Þegar kólnar í veðri færum við okkur inn og bendir allt til þess að Hraunavallaskóli verði fyrir valinu,ef allt kemur heim og saman mun það vera á föstudögum og mun ég skipta upp í tvo hópa ,yngra og eldra ár  (yngra kl18.00 til 19.00 og eldra frá 19.00 til 20.00.)þá erum við laus við tíma um helgar og í miðri viku kl 15 eða 16,vona ég að þessi tími komi til með að henta sem flestum.

Svo er ég búinn að skrá okkur á mót í Keflavík í næsta mánuði og verða foreldrar að vera búnir að skrá drengina í Hauka í gegnum íbúagáttina (mínarsíður)hægt að komast þar inn í gegnum heimasíðu Hauka (stór rauður gluggi  efst vinstramegin á forsíðunni)eða hafa samband við Bryndísi ,bryndis@haukar.is eða í síma.525-8702.

Meira um mótið þegar nær dregur. https://dl.dropboxusercontent.com/u/96668221/Keflavik/Motahald_H2013/Motaskra_Keflavik_H2013.pdf     

Kv Einar, Biggi og Gylfi.


Nokkrir punktar frá fundinum.Og linkur inná Facebook síðu 7.flokks

 Helstu atriði sem komu fram á foreldrafundi 25.Sept.

Fólk látið vita af nýja skráningarkerfinu sem var tekið í notkun í fyrra,sem er í gegnum Mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ,og ef eitthvað er óljóst með það eða einhverjar spurningar þá er það Bryndis@haukar.is eða í síma.525-8709

Facebook síðan okkar er virk og skal notuð til upplýsingaflæðis ,fyrirspurna og bara allt sem okkur dettur í hug sem tengist 7 flokk Hauka,og hvetjum við fólk til að senda beiðni, FB linkur á síðuna www.facebook.com/groups/164380533629921/  ,eða Haukar 7.flokkur kk

Engar æfingar verða í Risanum uppí Kaplakrika eins og undanfarin ár,en við fáum tíma til æfinga innandyra, en ekki er ljóst hvar eða hvenær,skýrist mjög fljótlega.Æfing miðvd.kl16.00 fimtud.kl17.10[fjölgreina]og svo bætist innibolti við.
 
4.Buðu sig fram í foreldraráð og vantar okkur allavegana tvo til,og svo hjálpast allir að,ef áhugi er á að vera virkur þá má senda á mig meil og vera með þegar allt fer í gang.einar_karl@hotmail.com
 
Engim mót verða fram að áramótum en ef eitthvað kemur til munum við skoða það .Fyrsta mótið sem ég hef ákveðið núna að fara á er ekki fyrren í byrjun janúar,svo eru mótin  sem farið var á í fyrra  talin upp á forsíðunni á blogginu og verður stefnt á þau öll,og fleiri ef stemning er fyrir því.
 
 Kv.Einar Karl

 

 

 

 


Mikilvæg lesning.

Skráningar og greiðsla æfingagjalda eru nú í fullum gangi og eru forráðamenn minntir á að nýta sér niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. Það skiptir því miklu máli að skrá iðkendur sem fyrst til að fá fulla niðurgreiðslu. Eins og er, er enn opið fyrir niðurgreiðsluna í september og því um að gera fyrir þá sem enn eiga eftir að ganga frá skráningu og æfingagjöldum, að ganga frá því strax. Um mánaðarmótin sept/okt dettur niðurgreiðsla fyrir september út. Eftir það, gildir niðurgreiðslan frá þeim degi sem er skráð.

Ef það er eitthvað óljóst í þessu, þá endilega hafið samband við Bryndísi í síma: 525-8702 eða á netfangið: bryndis@haukar.is


Foreldrafundur

Komiði sæl.

Stefni á að halda foreldrafund á miðvikudaginn 25 sept. kl 17.15 að lokinni æfingu hjá okkur,þetta verður ekki langur fundur,ég ætla bara  að kynna mig og aðstoðarþjálfarana og segja stutt frá stefnu okkar og áætlun fyrir komandi tímabil,stikla á helstu mótum sem stefnt er á og hvað ykkur langar að gera.Og mikilvægt að stofna foreldraráð sem fyrst.Og að lokum ætla ég að fara í æfingatíma því ekki er öruggt að æft verði í Risanum á sunnudagsmorgnum,en það mun samt vera bætt við æfingu og það innandyra.

 Fundurinn verður inni á Ásvöllum á efrihæðinni.

Kv Þjálfarar. Einar,Gylfi og Birgir.

 

 


Lokahóf. Og foreldrafundur.

Þá er loksins komið að því að halda uppskeruhátið fyrir yngstu flokka í knattspyrnu, 5. - 8.fl. kk og kvk. Hún verður sunnudaginn 22. september kl. 13-14 hér í íþróttasalnum á Ásvöllum. Allir þessir flokkar munu fá verðlaunapening og síðan verður sameiginlegt kaffi í kaffiteríuanddyrinu okkar þar sem forráðamenn koma með á hlaðborð.
 
 Foreldrafundur.
 
 Í næstu viku mun ég auglýsa hvenær fyrsti foreldrafundurinn verður, þar mun ég segja frá stefnu og markmiðum okkar þjálfaranna,
fara yfir skráningar og niðurgreiðslu æfingagjalda,stofna  foreldraráð og segja hvaða mót við þjálfararnir viljum fara á o.f.l.

Æfing á miðvikudag kl16.oo til 17.00

Æfing  miðvikudag á Ásvöllum,  gerfigrasið kl 16.00 til 17.00 og svo er fjölgreinaæfing á fimmtud.kl17.10 til 18.00.( Fjölgreinaæfing fer fram innandyra )

Látum þetta duga til að byrjameð, svo dettur Risinn inn í næsta mánuði.

Þjálfarar


Tímatafla , Breytingar í þjálfaramálum og Haukadagur.

Sæl öll.

Tímataflan er klár ,allaveganna út þennan mánuð, við munum vera á miðvikudögum á gervigrasinu á Ásvöllum Kl 16.00 til 17.00 og svo er fjölgreinaæfing á fimmtud.kl17.10 til 18.00. Við byrjum á þessum tímum og bætum svo í í kringum næstu mánaðarmót,það er búið að samþykkja  að finna handa okkur tíma inni í íþróttahúsi hvenær það verður birtum við síðar, og svo er til viðbótar Risinn á sunnud ef allt gengur upp,en það er ekki allt klappað og klárt með það.

Þjálfaramál.

Sigmar mun því miður ekki halda áfram með okkur og mun ég, taka við sem yfirþjálfari, og hafa þá Bigga og Gylfa áfram mér til aðstoðar, sem er mjög gott mál.við verðum semsagt 3 þjálfarar í vetur.

Haukadagur á Ásvöllum.

Vil svo hvetja ykkur öll til að koma og kíkja við  á Ásvöllum á sunnudaginn kemur,þar mun hinn árlegi Haukadagur verða haldinn boltaþrautir hjá öllum deildum og starf Haukanna kynnt ,enn frekari upplýsingar á Haukar.is.

 Kv,Einar Karl

 


Æfingar í vikunni

Sæl verið þið,

Æfingar í vikunni (2.-6. september) verða ekki skv vetrardagskrá heldur sem hér segir:

Mán 2. sept- engin æfing

Þrið 3. sept - engin æfng

Mið 4. sept æfing kl. 17-18 á grasinu að Ásvöllum (sama stað og í sumar)

Fim 5. sept æfng kl. 17 - 18 á grasinu að Ásvöllum (sama stað og í sumar)

Ég mun svo láta ykkur vita þegar æfingatímar breytast um leið og það er komið á hreint.

kv, þjálfarar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.