Færsluflokkur: Bloggar

Jólafrí

 Nú skellur á jólafrí og verður miðað við skóladagatal , næsta æfing verður 8. Janúar samkvæmt æfingatöflu.

 

Og óskum við ykkur gleðilegra jóla , þakkir fyrir árið sem er að líða og sjáumst hress á nýju ári

                                                              ÁFRAM HAUKAR

Einar Karl , Biggi og Gylfi.

 


HK mótið eldraár

Hér eru liðin og mætingatímar

1.Mæting kl 11.40. Andri Steinn  ,Magnús, þorsteinn ,Ari Freyr,Sindri Már

Fyrsti leikur kl 12.05 spilaðir eru 4, 11 mínutna leikir og einn leikur í pásu,

2 og 3.Mæting 13.40 Eggert,Stefán Logi,Palli,Dagur Orri, Bjarki .                                                        Axel ,Arnaldur,Teitur,Sigfús,Alexander, Birkir kemur svo um kl14 og bætist í hópinn

Fyrsti leikur kl 14.00. kórin er í salahverfinu íKópavogi og er þetta innandyra svo ekki þarf að kappklæðast,gjaldið er  1500kr og er pítsa í mótslok.

Ég kem með nokkra búninga ef vantar og ef einhver forföll verða látið mig vita eins fljótt og hægt er svo hægt sé að bregðast við.Og eins ef ég er að gleyma einhverjum þá láta vita ,ég vil hafa alla með sem vilja koma og spila.

Kv.Einar

 


Jólafrí,,,,,

Sæl öllsömul.

Síðasta æfing á þessu ári mun vera fjölgreinaæfing þann 19. Desember það verður jólatími (frjálsir leikir)og fer ég svolítið eftir skóladagatalinu.Stefnum svo á að byrja aftur miðvikud, 8 janúar samkv,tímatöflu.Wink

Svo er ég að raða saman í mótið hjá eldraárinu sem er á sunnud.það kemur þegar leikjaplanið er klárt.

Kv.Einar Karl.


Frestun á fjáröflun

Sælir kæru foreldrar 7.fl kk drengja.

Fyrst viljum við hjá foreldraráði þakka ykkur fyrir snögg viðbrögð að fjáröflunar bíóinu. 

Því miður var þáttakan ekki nægjanleg því var ákveðið að fresta þessu fram yfir áramót 

 

Ástæðan fyrir því að við erum að reyna henda þessari fjárölfun í gang er vegna þess að borga þarf staðfestingargjaldið á Norðurálsmótið fljótlega eftir áramót, vildum við reyna vera búin að safna langt uppí það gjald. Vonum að það takist og stefnum á að fylla bíósalinn af Haukafólki eftir áramót!

með bestu kveðju, foreldraráð


Liðaskipan HK mótið í Kórnum

 Leikið er í fimm manna bolta minni vellir en á síðasta móti, einn í marki og 4 útileikmenn,sem þýðir fleyri mörk og meira fjör.

                                                    Svona er liðaskipanin

 Lið 1 Alonso ,Kristófer Þrastarsson,Bjarki Már,Gunnar Breki,Arnór.Liðsstjóri Ingvar(Pabbi Bjarka)

Lið 2  Egill,Dagur Máni,Adam Ernir,S Bjarmi,Kristófer Kári.Liðsstjóri (annað hvort foreldri Dags Mána)

Lið 3 Daníel Máni,Frosti,Gabríel,Adam Leó,Stefán Logi.Liðsstjóri Gunnar(Pabbi Gabríels)

Lið 4 Sebastian,Aron Freyr,Sigurbjörn T,Kristófer Jón,Krummi.Liðsstjóri Guðjón (Pabbi Kristófers)

Lið 5 Dagur Ari,Sólbjartur,Teódór,Oliver,Dagur Björns,Bjartmar.Liðstjóri Daníel (Pabbi Sólbjarts)

Árni Karl kemst ekki fyrren kl 14 og mun hann bætast í eitt lið þegar hann kemur,ég skipaði nokkra sem liðsstjóra til að halda liðunum saman og mæta á rétta velli á réttum tíma.Það er smá styrkleika munur á flestum liðum til að strákarnir geti spilað við jafningja, en munurinn er ekki mikill því td. mun lið 1 og 2 mætast.Ef liðsstjórarnir komast ekki á mótið eða vilja biðjast undan því er það í góðu lagi bara senda á mig línu og því er reddað.

                                                 frekari upplýsingar

Mæting á alla kl 11.40 ,ég verð að vanda með nokkra búninga til að lána og svo er þetta svipað fyrirkomulag og var í Keflavík ,ein klukka og 3 mín á milli leikja,einn leikur og annar í hvíld, liðsstjórar sjá um að liðinn mæti á réttum tíma á réttan völl því við erum með 5 lið og 6 velli og þurfum því aðstoð.Leiktíminn er 12 mín og leiknir verða 6 leikir  og stendur mótið til ca 15.40.Sum liðin eru bara skipuð 5 leikmönnm og mun ég nota stráka úr liðum sem eru að hvíla sem skiftimenn.Látið mig vita ef einhvern vantar eða eitthvað er óljóst....

Mætum tímanlega höfum gaman og sjáumst í stuði.

Kv Einar ,Birgir og Gylfi.

 

 


Miðasala - fjáröflun

Við viljum minna á að panta miða í fjáröflunar bíóið sem á að vera 14. desember í Egilshöll kl. 12 á myndinni Frosin.

Við hjá foreldraráði viljum engilega að allir taki þátt í þessu til að styrkja strákana. Við fengum 340 miða og ef við myndum öll leggjast á eitt þá væri flott ef hver strákur gæti selt 8-10 miða.

Hver miði kostar 1000 kr.  af því rennur 500kr. í sjóð strákanna. Endilega sendið okkur póst með fjölda miða og nafn drengsins í 7kkhaukar@gmail.com.

                                                                                                                                           

  Með kveðjur Foreldraráð

group

Allir í BÍÓ! Fjáröflun fyrir 7 flokk KK Hauka

Fótbolta bíó!!
Fyrsta fjáröflun 7.flokks fyrir næstkomandi Norðuráls mót verður laugardaginn 14. Desember.
En við ætlum að hafa þetta alvöru fyrir strákana og mæta ÖLL í Bíó. 
Í boði verður myndin Frozen, kl 12.00 í Egilshöll. 
Miðinn kostar 1000 kr, af því rennur 500 kr. í sameiginlegan Norðuráls sjóð. 
Allir eru velkomnir, endilega takið stórfjölskylduna og vini með.

Með kveðju frá foreldraráði

Endilega látið okkur sem fyrst hve marga miða þið ætlið að taka og vera búin að greiða þá 11. Desember.

Við verðum á æfingunni miðvikudaginn 11. Des til að taka við greiðsu. Það verður einnig hægt að millifæra.  

Endilega láta vita um fjölda miða og nafn á barni á tölvupóstinn 7kkhaukar@gmail.com 

 

Upplýsingar um myndina

Frosin

 Myndin fjallar um konungsdæmi þar sem eilífur vetur ríkir, vegna álaga sem Snjódrottningin Elsa lagði á landið. Anna er haldin óbilandi bjartsýni og ákveður að takast á hendur ferðalag til að finna Elsu ( það vill til að hún er einnig systir hennar ) og binda enda á frostaveturinn endalausa. En hún getur þetta ekki ein. Hún fær hjálp frá hinum eitilharða fjallamanni Kristoff, hreindýrinu hans Sven og hinum skrýtna snjókarli Olaf. 


HK Mótið í Desember.skráning.

Sæl veriði

Takk fyrir mótið í Keflavík það var svo gaman að ákveðið hefur verið í samráði við foreldra að fara aftur á mót í Desember.Það mót verður á vegum HK og verður það haldið í Kórnum í Kórahverfinu í Kópavogi.

Yngara árið fæddir 2007 spila 8.Desember og spilað er frá 12 til 16.00 , hvert lið er með ca tvo tíma í viðveru,fimm eru inná í einu og hver leikur er 12 mínútur og leikur í hvíld,hvert lið spilar 4 leiki svo er hressing og verðlaun í lokin,kostnaður á hvern keppanda er 1500kr.

Eldri strákarnir fæddir 2006 keppa 15 Des og er fyrirkomulagið það sama.

Þetta er sama og í Keflavík ein leikklukka og 3 mín á milli leikja.Þetta er mjög skemmtilegt fyrirkomulag að hafa 5 leikmenn inná vellinum.þegar þið skráið strákana inn takið fram yngra eða eldra ár í skráninguni(ég þekki þá og veit munin en það flýtir fyrir niðurröðun)

Kv.Einar Karl.


Keflavíkurmótið,mætingar og aðrar gagnlegar upplýsingar

Sæl öllsömul, stóra stundin er að renna upp,hér kemur listi yfir hvenær á að mæta og aðrar góðar upplýsingar.

        Kl 8.30-10.35 er spilað í ÞÝSKU DEILDINNI mæting kl 8.10 þeir sem eiga að mæta þá, eru

        Frosti,Kristofer Jón,Dagur Björnsson,Adam Leó,Aron Freyr,Teodór Ernir,Stefán Logi Friðriksson    (á yngra ári) Dagur Ari,Sebastian,,Adam Óli,Krummi,Sólbjartur,Sigurbjörn Thanit,Bjartmar Óli,Kajus,Árni Karl,Daníel Máni    

                           Þeim verður skipt í tvö jöfn lið og gerum við það á staðnum

        Kl 10.40-12.45 er spilað í SPÆNSKU DEILDINNI mæting kl 10.20 þeir sem eiga að mæta þá, eru

        Gabriel Páll,Adam Ernir,Sigurður Bjarmi,Kristófer Kári,Bjarki Már Ingvars    (á yngra ári)                Dagur Máni,Arnór Brynjars, Gunnar Breki.

        Kl 12.45-14.50 er spilað í ISLENSKU DEILDINNI mæting kl 12.30 þeir sem eiga að mæta þá, eru

        Arnaldur,Egill,Alexander,Axel Ingi,Bjarki(eldra ár2006),Halldór Ingi,Pálmar,Sigfús Kjartan.

        Kl 14.55-18.05 er spilað í ENSKU OG FRÖNSKU DEILDINNI mæting kl 14.30 og þá mæta

        Ari Freyr,Andri Steinn,Þorsteinn,Sindri Már,Sören Cole,Magnús Ingi,Eggert Aron,Dagur Orri,               Alonso,Stefán Logi Borgars,(eldra ár),Haukur Birgir,Teitur,Kristofer Þrastarsson,Birkir Brynjars.

                                          Nokkrar gagnlegar upplýsingar

 Það er hlýtt í húsinu svo ekki þarf að kappklæðast,ég verð með auka Hauka búninga ef einhverja vantar. Kostnaður við mótið er 2000kr á haus og greiðist við komuna til Keflavíkur.Ég mun tilnefna foreldra úr hverju liði til að innheimta gjaldið þegar komið er á staðinn,inní gjaldinu er fullt af fótbolta við topp aðstæður,pizzu veisla og verðlaunapeningur fyrir alla þáttakendur .Látið mig vita ef einhvern vantar á lista ,eða bara ef eitthvað er óljóst.Email. einar_karl@hotmail.com eða í sími.8406847.

Og eitt að lokum,Koma með myndavélar og taka fullt af myndum og setja á Facebook síðuna,

Áfram Haukar.

          

                       

                                   

           

 

            


Æfingar á föstudögum ,og skráning á mót.

Sæl öllsömul

Sunnudagsæfingunum er lokið í bili,ég mun endurvekja þær með hækkandi sól  ,en í staðinn förum við inn í Hraunavallaskóla á föstudögum.Þetta er ekki stór salur því skifti ég hópnum upp í yngra og eldra ár ,það yngra kl 18.00 til 19.00 og það eldra kl 19.00 til 20.00 og verða  æfingatímarnir óbreyttir fram á vor.

Skráningin á Keflavíkurmótið gengur vel og enn er tími til að bæta við.Erum við komnir með nóg í fimm lið sem er frábært, ég skráði sex á mótið til að vera öruggur með að allir fengju að spila mikið ,betra er að fækka en bæta við.Og til að vera tímanlega með fréttir þá er ég líka búinn að skrá okkur á Njarðvíkurmótið 17 janúar og er það líka í Reykjaneshöll.En í vikunni fyrir mótið mun ég birta liðaskipanina og hvenær á að mæta,og fleiri gagnlegar upplýsingar.

Og af æfingunum  er það helst að frétta að við erum að ná að læra langflest nöfnin á drengjunum þó að ég rugli þeim saman af og til,ég er líka smá saman að læra inná hvað þeir kunna og hvar þeir eru staddir fótboltalega og er því mótið að koma á flottum tíma.

 

Kv Einar og co

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.