Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Skráning á TM Mót Stjörnunar, og Páskafrí.

Ég ætla að samræma páskafríið við skóla og aðrar deildir Hauka,þannig að síðasta æfing fyrir Páska er Miðvikudagur 9 apríl svo detta inn frídagar og Páskar,byrjum aftur miðvikud.23.Apríl.

Skráið drengina hér í kommenta kerfið á TM Mót Stjörnunar, sem er haldið á Stjörnuvellinum í Garðabæ.sunnudaginn 27 Apríl ,yngra árið spilar fyrir hádegi og eldra árið eftir hádegi.5.leikmenn eru inná í einu ,knattþrautabraut verður á staðnum fyrir keppendur og allir fá fótboltaboli.Keppnisgjaldið er 2500kr(sennilega greitt á staðnum, það hefur ekki verið ákveðið)

A.T.H Skráningu líkur 12.Apríl svo ég geti staðfest liðafjölda,og athugið að sumardagurinn fyrsti er á fimmtudeginum á undan.(hafið það í huga ef það á að ferðast)

 

Kv.Þjálfarar...


Fjölgun í foreldraráð

Kæru foreldrar

Nú fer sumarið að detta í gang og mikið að gera því  óskar foreldrarráð  eftir fleiri virkum höndum:).

Okkur vantar foreldra sem hafa áhuga á að starfa í foreldraráði við fjáröflun og utanumhald um ýmis verkefni sem koma upp.

Endilega hafið samband við Einar þjálfara ef áhugi er að starfa í frábærum hópi.

 

Með kveðju Foreldraráð 7. flokks KK


Haukapeysurnar eru komnar:)

Hauka peysurnar eru komnar. Við afhendum þær í gær á æfingunni.

Þeir sem ekki komust á æfinguna geta haft samband við Karólínu í síma 8677972.

 

Með kveðju Foreldraráðið

Vegna fjölda áskoranna þá höfum við ákveðið að henda af stað annarri pöntun fyrir þá sem misstu af fyrri. Opið verður fyrir pantanir á emailinu 7kkhaukar@gmail.com. Þar þarfað koma fram stærð og nafn sem merkja á ermina.
Ekki verður hægt að panta peysur eftir kl 12 á mánudaginn 24. mars. Endilega látið þetta berast til þeirra sem þið vitið að vilja panta en misstu af því! Skiptir ekki máli þó þau séu ekki í flokknum, öllum velkomið að panta. 


Föstudagsæfingum lokið/Sunnudagar kl10:00 í staðinn

Föstudagsæfingum inni í Hraunavallaskóla er lokið,þess í stað verðum við úti á gerfigrasinu á Ásvöllum  á sunnudögum  kl 10.00-11.00.

Hægramegin á síðunni okkar er dálkur(mót hjá 7.flokki kk) þar er komið inn þau mót sem farið verður á í sumar og hvenær/hvar þau eru.

Kv.Þjálfarar


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.