Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Æfing í dag og á morgun - leikur hjá Haukunum í 1. deildinni á fimmtudag 29.

Sæl verið þið,

vildi bara minna á að það er æfing í dag og á morgun kl. 17-18.  

Eins vildi ég benda strákunum (og ykkur) á að það er leikur hjá Haukunum í 1. deildinni á morgun kl. 19:15 gegn Leikni.  Það verður grill fyrir leik og grillaðir hamborgarar og seldir á góðu verði. Hvet því strákana til að taka mömmu og/eða pabba með og styðja Haukana.  Þetta er næst síðasti heimaleikur Haukana í sumar og erum við í hörku séns á því að fara upp.

http://haukar.is/fotbolti/6515-leikur-hauka-og-leiknis-vereur-kl1915-a-fimmtudag%20  

Áfram Haukar

Sigmar 


Æfingar í vikunni

Sæl verið þið,

Æfingar í vikunni (26.-30. ágúst) verða ekki skv vetrardagskrá heldur sem hér segir:

Mán 26. ágúst - engin æfing

Þrið 27. ágúst - engin æfng

Mið 28. ágúst æfing kl. 17-18 á grasinu að Ásvöllum (sama stað og í sumar)

Fim 29. ágúst æfng kl. 17 - 18 á grasinu að Ásvöllum (sama stað og í sumar)

Ég mun svo láta ykkur vita þegar æfingatímar breytast um leið og það er komið á hreint.

kv, Sigmar 


Breyting á æfingatímum - skipti milli flokka - Leikur hjá meistaraflokki á laugardaginn - Arionbankamótið

Komið þið sæl,
 
Í dag er síðasta æfingin hjá strákunum skv sumarprógramminu.  En eftir helgi byrja æfingar eftir vetrardagskrá.  Ég er ekki búinn að fá æfingatöfluna fyrir næsta ár en geri ráð fyrir að hún verði tilbúin í dag eða á morgun.  Mun koma henni til ykkar um leið og hún berst mér.  Skipting milli flokka verður svo að mér skilst eftir uppskeruhátiðina og er fyrirhugað að hún verði um miðjan mánuðinn.

Vill svo minna á að það er stórleikur hjá Haukunum í fyrstu deildinni á laugardaginn þar sem við mætum Víkingum.  Hvet því strákana til að mæta og taka mömmu og/eða pabba með sér og hvetja Haukana. Haukarnir eiga góðan möguleika á því að fara upp um deild og er þetta einn af úrslitaleikjum mótsins. Það verður grill fyrir leik og hamborgarar seldir á góðu verði.  Hér að neðan sjáið þið link að frétt um þetta á heimasíðu Hauka.


Annars vill ég þakka ykkur og strákunum fyrir samveruna á þessu ári.  Þetta er búið að vera mjög gaman og ánægjulegt og vonandi skilað einhverju til strákanna.

kv, Sigmar
 
Hér að neðan sjáið þið póst frá skipuleggjendum Ariobankamótsins og er þar linkur að liðsmyndunum. 
Subject: Arion banka mót 2013. Takk Takk
Sæl öll,
Öllum þátttakendum, þjálfurum, sjálfboðaliðum og öðrum sem tóku þátt í Arion banka mótinu 2013 er þakkað fyrir samveruna á mótinu.
Mikil ánægja og gleði ríkti á mótinu sem tókst frábærlega;-)
Vonumst til að sjá ykkur sem flest á næsta móti.
Stöð2 mun vera með sérstakan sjónvarpsþátt frá mótinu fimmtudaginn 22. ágúst kl. 19:00.
Myndir frá mótinu má finna hér

Arion 7. flokkur karla

Komið þið sæl,

Meðfylgjandi er póstur frá mótshöldurum með uppfærðu leikjaplani (hefur ekki áhrif á okkur), vallarkorti, Bílastæðakorti og upplýsingum til þjálfara og liðsstjóra.  Eins og sést þá er þetta mikill fjöldi sem er að mæta og því mikilvægt að gefa sér rúman tíma til að mæta.

Það hafa orðið smá breytingar á liðum (menn að bætast við og þess háttar) og er búið að uppfæra það á blogginu ásamt því að búið er að heyra í þeim sem eru að breyta um lið.

kv, Þjálfarar
 
póstur frá mótshöldurum
Sælir kæru þjálfarar,
 
Nú styttist í fjörið ;-)
Yfir 300 lið eru skráð til leiks og því ljóst að um 2000 iðkendur koma í Víkina um helgina! 
Til þess að mótaplanið gangi upp er nauðsynlegt að allir skipuleggi sig vel og mæti tímalega þar sem búast má við umferðarteppu á svæðinu. Við viljum því ítreka við ykkur að þið brýnið fyrir ykkar fólki að mæta tímalega.
 
Meðfylgjandi er:
·        Uppfært leikjaplan með smávægilegum breytingum frá  upphaflegu plani. Vinsamlegast kynnið ykkur það vel!
·        Vallarkort 
·        Bílastæðakort en bílastæði fyrir mótið eru m.a. við Víkina, Fossvogsskóla og  Smiðjuveg í Kópavogi en frá þeim er um 5 mín. ganga að Víkinni. Munið að senda kortið á ykkar fólk.
·        Upplýsingar til þjálfara og liðstjóra varðandi greiðslu o. fl.  

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Arionbankamótið um helgina

Komið þið sæl,

Þá eru komnar upplýsingar um leikina um helgina.  Skráningin gekk nokkuð vel og erum við með 7 lið skráð til leiks.  4 lið eru að spila fyrir hádegi á laugardeginum, 2 lið eftir hádegi á laugardeginum og 1 lið er að spila á sunnudeginum.  Hér að neðan sjáið þið liðaskipan og hvenær hvert lið á að spila. Eins set ég með leikjaplanið eins og við fengum það frá Víkingunum.  Megið endilega láta vita ef ykkar drengur á að vera skráður en er ekki á listanum eða ef ykkar drengur er skráður en á ekki að vera skráður.

Kostnaður við mótið er kr. 2.000 og þarf að greiða það við komuna (fyrir fyrsta leik).  Það er ýmislegt innifalið en hér að neðan sjáið þið slóða að upplýsingum um mótið (http://www.vikingur.is/index.php/knattspyrna/53216-arion-banka-mot-vikings-2013).  Það er mikilvægt að allir mæti tímanlega og séu tilbúnir að spila við komuna.  Ef einhver forföll verða er mikilvægt fyrir okkur að vita það sem fyrst svo við getum brugðist við.  Eins er rétt að benda á að það er ennþá pláss fyrir skráningu ef einhver hefur gleymt að skrá sinn dreng.  Að lokum vill ég ítreka  að það gætu orðið einhverjar breytingar á liðunum en það ætti þó að vera í lágmarki.

ÁFRAM HAUKAR 

Haukar 1 byrja að spila kl. 9:00 á laugardeginum og er mæting kl. 8:40:

Pétur Uni, Birkir Bóas, Jörundur, Þorvaldur Axel, Ásgeir Bragi og Svanbjörn

Dag

Tími

Haukar

Gegn

Völlur

Lau

09:00

Haukar1

Fram2

Bjarnabófar

Lau

09:30

Haukar1

FH2

Hábeinn Heppni

Lau

10:00

Haukar1

Fjölnir2

Amma Önd

Lau

10:30

Haukar1

KR1

Hábeinn Heppni

Lau

11:00

Haukar1

HK2

Amma Önd

 

Haukar 7 byrja að spila kl. 9:00 á laugardeginum og er mæting kl. 8:40:

Sigfús Kjartan, Orri, Andri Dan, Ari Freyr, Arnaldur Gunnar og Halldór Ingi

Dag

Tími

Haukar

Gegn

Völlur

Lau

09:00

Haukar7

Þróttur 5

Svarti Pétur

Lau

09:30

Haukar7

FH12

Maddama Mimm

Lau

10:00

Haukar7

Fjölnir7

Bjargfastur

Lau

10:30

Haukar7

Breiðablik12

Maddama Mimm

Lau

11:00

Haukar7

HK14

Bjargfastur

 

Haukar 5 byrja að spila kl. 9:15 á laugardeginum og er mæting kl. 8:50:

Mikael Lárus, Sindri Már, Hugi, Emil Fannar, Andrés og Magnús Ingi.

Dag

Tími

Haukar

Gegn

Völlur

Lau

09:15

Haukar5

Fram8

Bjarnabófar

Lau

09:45

Haukar5

FH9

Hábeinn Heppni

Lau

10:15

Haukar5

Fjölnir6

Amma Önd

Lau

10:45

Haukar5

Breiðablik 8

Hábeinn Heppni

Lau

11:15

Haukar5

HK10

Amma Önd

 

Haukar 6 byrja að spila kl. 9:15 á laugardeginum og er mæting kl. 8:50:

Pálmar, Þorsteinn Ómar, Stefán Logi, Axel Ingi, Alonso, Gabríel og Haukur Birgir.

Dag

Tími

Haukar

Gegn

Völlur

Lau

09:15

Haukar6

Fram10

Svarti Pétur

Lau

09:45

Haukar6

FH11

Maddama Mimm

Lau

10:15

Haukar6

KR7

Bjargfastur

Lau

10:45

Haukar6

Breiðablik 11

Maddama Mimm

Lau

11:15

Haukar6

HK13

Bjargfastur

 

Haukar 2 byrja að spila kl. 14:20 á laugardeginum og er mæting kl. 14:00:

Gunnar Hugi, Hrafn Aron, Ólafur Darri, Andri Steinn Ingvarsson, Oddgeir og Tristan Snær. 

Dag

Tími

Haukar

Gegn

Völlur

Lau

14:20

Haukar2

Fjölnir3

Mína Mús

Lau

14:50

Haukar2

Breiðablik3

Ripp, Rapp og Rupp

Lau

15:20

Haukar2

ÍBV1

Ripp, Rapp og Rupp

Lau

15:50

Haukar2

KR2

Andrésína

Lau

16:20

Haukar2

Víkingur3

Andrésína

 

Haukar 4 byrja að spila kl. 14:35 á laugardeginum og er mæting kl. 14:10:

Kristófer Fannar, Jason, Birkir Brynjarsson, Eyþór Hrafn, Dagur Orri og Gísli Rúnar

Dag

Tími

Haukar

Gegn

Völlur

Lau

14:35

Haukar4

Breiðablik6

Andrésína

Lau

15:05

Haukar4

KR4

Mína Mús

Lau

15:35

Haukar4

ÍBV3

Ripp, Rapp og Rupp

Lau

16:05

Haukar4

Þróttur 3

Ripp, Rapp og Rupp

Lau

16:35

Haukar4

FH6

Mína Mús

 

Haukar 3 byrja að spila kl. 9:00 á sunnudeginum og er mæting kl. 8:40:

Ísleifur Jón, Anton Örn, Daníel Darri, Stefán Karolis, Sören Cole og Pétur Már:

Dag

Tími

Haukar

Gegn

Völlur

Sun

09:00

Haukar3

Reynir/Víðir1

Ripp, Rapp og Rupp

Sun

09:30

Haukar3

Fram6

Andrésína

Sun

10:00

Haukar3

Breiðablik5

Mína Mús

Sun

10:30

Haukar3

HK6

Andrésína

Sun

11:00

Haukar3

FH5

Mína Mús


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Landsleikurinn á miðvikudaginn

Sæl verið þið,

Vildi bara láta ykkur vita að við erum búnir að panta miðana fyrir strákana og verða þeir í hólfi S. Þeir sem vilja fara á leikinn og vera nálægt strákunum geta þá keypt miða sem er nálægt því svæði og kostar miðinn kr. 1500 í forsölu. 

Það eru 11 strákar búnir að óska eftir miða á leikinn og eru það: Alonso, Ásgeir, Ísleifur, Jason, Jörundur, Sindri Már, Ólafur Darri, Stefán Karolis, Pétur Uni, Birkir Brynjarsson og Andri Dan.  Það eru svo þrír þjálfarar sem fara og eru það Einar Karl, Biggi og Gylfi.  Við þurfum því að fá tvo foreldra til að aðstoða okkur (en við fáum bara 5 miða fyrir fylgdarmenn).  Þeir sem voru fyrstir að skrá sig voru German (pabbi Alonso) og Þórður (pabbi Ásgeirs Braga) og verða það því þeir sem komast með hópnum.  Ef þeir komast ekki þá mega þeir endilega láta Einar Karl vita.  Síminn hjá Einar er (840-6847).  

Hugmyndin var að hittast kl. 18:30 á Ásvöllum og að allir fari saman á leikinn.  Þjálfararnir 3 og pabbarnir tveir sem fara með þurfa því að vera á bílum til að flytja strákana.

Svo er rétt að benda á að það er leikur hjá Haukunum á föstudaginn kl. 19:45 gegn KF.  1. deildin er ótrúlega spennandi og eru Haukarnir í 6. sæti en bara 2 stigum frá toppsætinu.  

Að lokum vill ég svo láta ykkur vita að ég er að bíða eftir því að fá leikjaniðurröðunina fyrir mótið um helgina og læt ég ykkur vita um leið og ég get hvenær ykkar drengur á að spila. 

kv, Þjálfarar 


Arionbankamótið - skráning

Sæl verið þið,

Þessir eru búnir að skrá sig á Arionbankamótið skv mínu bókhaldi. Megið endilega fara yfir listann og láta vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.  Það geta enn bæst við strákar og þá væri gott að vita það sem fyrst.  Eins eru einhverjir sem geta bara spilað á ákveðnum tímum og munum við taka tillit til þess eins og hægt er.  Enda markmiðið að allir sem vilja vera með spili.  Ég vonast til að fá leikjaplanið strax eftir helgi og í framhaldi af því munum við raða niður í liðin.

Þeir sem eru skráðir eru: Halldór Ingi, Gabríel, Alonso, Arnaldur Gunnar, Ari Freyr, Axel Ingi, Stefán Logi, Þorsteinn Ómar, Sören, Sigfús Kjartan, Pálmar, Orri, Sindri Már, Birkir Brynjarsson, Mikael Lárus, Jason, Magnús Ingi, Emil Fannar, Pétur Uni, Pétur Már, Eyþór Hrafn, Hugi, Andri Steinn Ingvarsson, Oddgeir, Kristófer Fannar, Birkir Bóas, Ásgeir Bragi, Jörundur Ingi, Þorvaldur, Anton Örn, Daníel Darri, Gunnar Hugi, Hrafn Aron, Ólafur Darri, Stefán Karolis, Svanbjörn, Dagur Orri, Andri Dan, Tristan, Andrés og Ísleifur. 

kv, Þjálfarar 


Skráning á Arionbankamótið og boð fyrir yngri flokka á vináttulandsleik Íslands og Færeyjar 14. ágúst nk.

Sæl verið þið,

Vildi bara minna þá sem eiga eftir að skrá sinn dreng á Arionbankamótið að gera það sem fyrst en ég þarf að senda endanlegan fjölda liða á þá núna um helgina.

Eins er hérna að neðan póstur frá KSÍ en strákarnir geta fengið gefins miða á leikinn.  Það verða svo 5 þjálfarar/forráðamenn sem mega fara með hverjum flokki.  Endilega skrá hérna á blogginu fyrir mánudaginn 12. ágúst ef þið viljið miða fyrir strákana.  Einar ætlar að halda utan um þetta en það er ekki víst að ég komist á leikinn.  Það er ekki ólíklegt að við þurfum einhverja foreldra til að mæta og væri gott að heyra hverjir geta boðið sig fram í það.  Eins þurfum við að ákveða hvernig strákarnir mæta en það verður tilkynnt síðar.

Kv. þjálfarar

Ágætu viðtakendur,

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri) allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. ágúst og hefst kl. 19:45.

Félög sem hafa áhuga á að nýta sér þessa frímiða eru vinsamlegast beðin um að koma þessum pósti til þjálfara og forráðamanna yngri flokka sem geta svo sent inn upplýsingar um hversu marga miða þeir vilja fá á leikinn. Gert er ráð fyrir að hóparnir komi í fylgd með forráðamönnum viðkomandi flokks sem að sjálfsögðu fá fría miða á leikinn líka.

Þau félög sem óska eftir miðum eru beðin um að senda eftirfarandi upplýsingar á undirritaðan:

- Nafn félags og tengiliður

- Fjöldi miða á hvern aldursflokk

- Fjöldi forráðamanna sem koma með viðkomandi flokki á völlinn (hámark 5 með hverjum flokki)

Miðar verða svo afhentir forráðamönnum á Laugardalsvelli í næstu viku og í síðasta lagi þriðjudaginn 13. ágúst. (Miðar verða ekki afhentir á leikdag.)

Undirritaður hvetur félög til þess að nýta sér þennan möguleika og fjölmenna með yngri flokka sína á völlinn á mikilvægan leik í undirbúningi A landsliðs karla fyrir lokaleiki í undankeppni HM 2014 sem fram fara í haust.

Bestu kveðjur

Þórir Hákonarson

framkvæmdastjóri KSÍ


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.