Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013
Skráninga í Arionbankamóts Víkings
29.7.2013 | 10:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Smá frí í kringum verlsunarmannahelgina og nokkrir aðrir punktar
23.7.2013 | 11:35
Sæl verið þið,
Við munum ekki taka sérstakt KSÍ frí í sumar og því eru æfingar í hverri viku. Við ætlum þó að hafa aðeins lengra frí í kringum Verslunarmannahelgina og því verður frí á æfingum fimmtudaginn 1. ágúst og þriðjudaginn 6. ágúst (það verður því aðeins lengra helgarfrí). Við höfum verið mjög vel mannaðir upp á síðkastið en næstu tvær-þrjár vikur verður þó eitthvað um sumarfrí hjá okkur þjálfurunum.
Við erum búnir að skrá strákana á Arionbankamótið sem er haldið helgina 17. - 18. ágúst (skráðum 6 lið, en það er spilað í 5 manna bolta). Mótið fer fram í Víkinni í Fossvoginum. Við ætlum svo aðeins að sjá til með hvort við skráum strákana til leiks í mótið hjá Aftureldingu sem er haldið 31. ágúst - 1. sept.
Varðandi færslu á milli flokka þá er ekki komin endanleg dagsetning á það en það verður í kringum mánaðarmótin ágúst/september. Ég læt ykkur vita þegar nákvæm dagsetning er komin
Það hafa nokkrir nýir verið að mæta á æfingar og hvet ég þá til að skrá sig í Haukana í gegnum íbúðargáttina. Ef þið lendið í vandræðum er hægt að vera í sambandi við Bryndís en póstfangið hjá henni er bryndis@haukar.is
Það var svo gaman að sjá hvað það voru margir af strákunum sem mættu á síðustu tvo heimaleikina hjá Haukunum (og tóku mömmu og/eða pabba með sér). Vill því benda þeim sem verða ekki komnir í útilegu að næsti heimaleikur Haukanna er miðvikudaginn 31. ágúst kl. 19:15 þar sem Haukarnir mæta Selfoss.
ÁFRAM HAUKAR
Sigmar
Bloggar | Breytt 24.7.2013 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Norðurálsmótið 2013 - Myndir
12.7.2013 | 09:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá fréttir af starfinu!
11.7.2013 | 09:36
Sæl verið þið,
Langar bara aðeins til að senda ykkur smá fréttir af starfinu. Það er greinilegt að það eru margir í sumarfríum þessa dagana og því færri strákar en ella á æfingum. Það hafa nokkrir nýir verið að mæta og mega foreldrar þeirra endilega heyra í mér upp á skráningar.
Við vorum að reyna að fá eitthvað lið í heimsókn til okkur en það er sama sagan hjá öðrum félögum og því ætlum við aðeins að setja þetta í bið. Það er hins vegar mót framundan í ágúst. Ég er búinn að skrá strákana til leiks á Arionbankamót Víkings sem fer fram annað hvort 17. eða 18. ágúst. Mótið er báða dagana en hver drengur spilar bara annan daginn. Eins er búið að bjóða okkur á mót hjá Aftureldingu sem fer fram 31. ágúst - 1. september. Ég er ekki búinn að skrá þá til leiks þar en vildi hlera ykkur með hvort það sé áhugi fyrir því að fara á tvö mót með stuttu millibili. Þið megið því endilega láta vita hérna á blogginu ef þið hafið áhuga á báðum þessum mótum. (rétt að benda á að ég er búinn að skrá okkur til leiks á Arionbankamótið en ekki hitt). Kostnaður við hvort mót per iðkenda er kr. 2.000. Spilað í 5 manna bolta í í báðum mótunum (uppfært, hafði fengið upplýsingar um annað fyrr í morgun).
Ég vill svo benda á mikilvægi þess að strákarnir mæti á réttum tíma á æfingu. Það getur nefnilega truflað æfinguna og uppsetningu hennar ef margir eru að mæta of seint. Þið megið endilega ítreka þetta við strákana.
Að lokum ætla ég svo að benda ykkur á að Haukarnir eru í 2. sæti í 1. deildinni og því í smá séns að komast upp. Hvet því strákana til að mæta á leiki hjá liðinu (og draga mömmu og/eða pabba með sér :-) ) og hvetja liðið. Það eru tveir heimaleiki í næstu viku, gegn Völsungi á þriðjudaginn 16. júlí kl. 19:15 og svo á móti Þrótti R. á föstudaginn 19. júlí kl. 19:15.
Áfram Haukar
Sigmar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)