Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
Minnum á fjölgreinaæfingu í dag
27.9.2012 | 10:54
Sælir forráðamenn!
Mig langaði að minna ykkur á fjölgreinaæfingu kl.17:10 fyrir drengina ykkar. Æfingin hefst kl.17:10 og er inni í íþróttasalnum á Ásvöllum.
kv. Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagsæfingar eru kl.16:30
25.9.2012 | 15:56
Sælir foreldrar,
Ég minni á að miðvikudagsæfingarnar verða kl.16:30 í vetur eins og áður hefur komið fram. Einhverra hluta vegna voru tveir æfingatímar auglýstir en 16:30 er sem sagt rétti tíminn.
kv. Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áríðandi tilkynning
25.9.2012 | 15:54
Kæru forráðamenn,
Nú er búið að opna fyrir kerfið sem sér um að taka á móti skráningu og greiðslu æfingagjalda. Það er búið að samkeyra kerfið (Nóri) við Hafnarfjarðarbæ og nú er hægt að fá niðurgreiðsluna strax með því að fara í gegnum mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ eða að fara í gegnum haukar.is sem leiðir ykkur á mínar síður.
Þetta er breyting frá því sem áður var því nú greiða forráðamenn mismuninn milli heildaræfingagjalds og niðurgreiðslu. Hafnarfjarðarbær greiðir síðan mánaðarlega beint til íþróttafélaganna niðurgreiðsluhlutann.
Þannig að það sem áður var eins og það að fara inn á íbúagátt og merkja við niðurgreiðslu þrisvar yfir árið er ekki lengur til, einng þá fá forráðamenn strax niðurgreiðsluna og þurfa því ekki að fá endurgreitt frá félaginu.
Það helsta við þetta nýja kerfi er að forráðamenn verða að ganga frá æfingagjaldinu í síðasta lagi 10. október til að fá fulla niðurgreiðslu. Ef það tefst fram til 11. október þá fellur niður endurgreiðsla fyrir sept., ef skráð er 1.nóv. þá fellur niður greiðsla fyrir okt. o.s.frv. Við hvetjum því forráðamenn til að ganga frá greiðslu sem fyrst.
Hægt er að greiða með kreditkorti og skipta greiðslum í að hámarki 12 greiðslur – enginn aukakostnaður.
Einnig er hægt að greiða með greiðsluseðli og skipta greiðslum í að hámarki 12 greiðslur – hér er rukkað svokallað þjónustugjald sem er ca. 450 krónur á hverja greiðslu.
Hægt er að fá leiðbeiningar um hvernig skráning fer fram á slóðinni http://haukar.is/ibuagatt
Við vekjum athygli á því að það verður að ganga frá greiðslu til að fá niðurgreiðsluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný síða komin í gagnið!
25.9.2012 | 10:03
Góðan daginn kæru foreldrar!
Hér er ný bloggsíða 7.flokks stráka hjá Haukum litin dagsins ljós. Ástæðan fyrir skiptunum er einfaldlega sú að við erum að reyna að samræma bloggsíðurnar okkar. Allir kvennaflokkarnir eru til dæmis að notast við þetta kerfi og er það von mín að brátt muni allir strákaflokkarnir gera slíkt hið sama!
Ég ætla að reyna að vera nokkuð duglegur að blogga hér fyrir ykkur og setja inn færslur 1-2 í viku ef ég mögulega get.
Fyrsta tilkynning sem ég hef handa ykkur er að einhver ruglingur hefur orðið varðandi æfingatíma á miðvikudögum en hann er sum sé auglýstur kl.16:00 á einhverjum stöðum en 16:30 á öðrum stöðum. Hið rétta er að æfingin hefst kl.16:30.
Sem sagt æfingarnar á miðvikudögum eru kl.16:30.
mbk, Jónsi þjálfari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)