Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
ÆFINGAGJÖLD â ÍTREKUN
23.10.2012 | 12:27
Kæru forráðamenn
Þeir sem ekki hafa greitt (eða gert grein fyrir) æfingagjöld barna sinna fyrir 1.nóv. fá ekki að keppa fyrir hönd félagsins.
Sjá leiðbeiningar á haukar.is.
Með bestu kveðju, íþróttastjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttir frá æfingum
17.10.2012 | 22:45
Sælir foreldrar,
Ég er að reyna að bæta ráð mitt hvað varðar skrif hér á bloggið! Ein hugmynd hjá mér var að reyna að koma með reglulega fréttir af æfingum.
En æfingar hafa heilt yfir gengið ágætlega, það hefur þó verið töluverður dagamunur á því hversu agaðir strákarnir hafa verið. Á æfingu í dag miðvikudag voru þeir til að mynda nokkuð erfiðir sem endaði með því að undirritaður þurfti því miður að beita röddinni all hressilega í lok æfingar, sem er alltaf leiðinlegt því það eiga að sjálfsögðu ekki alltaf allir strákarnir skilið að heyra reiðilestur. Ég vona bara að þeir foreldrar sem þarna stóðu nálægt hafi ekki orðið hræddir :) það er auðvitað aldrei ætlunin að hræða neinn.
En svona að öllu gamni slepptu þá er þetta nú samt alveg eðlilegt í raun, það þarf stundum að hækka röddina og þá sérstaklega á meðan verið að er að ná aga í hópinn, en blessunarlega minnkar þetta svo fljótt þegar strákarnir verða farnir að læra að hlíða og hlusta. Svo passar maður sig að sjálfsögðu að vera aldrei með dónaskap eða segja eitthvað ósanngjarnt eða beinlínis rangt. Að lokum við ég segja að auðvitað er það ekki mín ákjósanlegasta aðferð að þurfa að vera með háreisti og mun ég að sjálfsögðu ekki gera það nema að algjör nauðsyn krefji. Helst aldrei!
En hafið nú ekki áhyggjur samt, það er alls ekki þannig að þeir séu slæmir (þvert á móti finnst mér þetta frábærir strákar sem bara þurfa leiðsögn:)) eða við þjálfararnir alveg kolvitlausir, heilt yfir gengur vel, við erum allir ða kynnast hvorum öðrum og smá saman mjakast þetta í rétta átt. Góðir hlutir gerast hægt :)
mbk, Jónsi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilkynning frá íþróttastjóra!
16.10.2012 | 11:37
Nú þurfa þeir sem eiga eftir að ganga frá æfingagjaldi fyrir barnið sitt að gera það sem allra fyrst.
Nú er það svo að eftir því sem líður á þá lækkar niðurgreiðslustyrkurinn sem í boði er frá bænum og þá þurfið þið forráðamenn góðir að greiða hærri upphæð.
Best er að fara í gegnum hafnarfjordur.is mínar síður og klára að ganga frá greiðslu þar, munið að haka við þar sem stendur Nota íþrótta- og tómstundastyrk.
Mikilvægt er að ganga frá æfingagjaldi síns barns fyrir 1. nóv. Eftir það gildir sú regla, sem tekin var í notkun nú á þessu tímabili, að þeir iðkendur sem ekki hafa verið skráðir og greidd æfingagjöld fyrir, hafa ekki heimild til að taka þátt í mótum/leikjum á vegum félagsins. Þetta er gert til að allir sitji við sama borð varðandi greiðslu æfingagjalda.
Einnig minni ég á að hægt er að skipta æfingagjaldi í allt að 11 mánuði hvort sem er með greiðsluseðlum eða á kreditkort.
Með von um jákvæð viðbrögð,Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Foreldrafundi lokið
10.10.2012 | 13:29
Sælir foreldrar/forráðamenn,
Í gær var haldinn foreldrafundur þar sem starfið í vetur var kynnt. Guðbjörg Norðfjörð kom og var með pistil um hvernig á að haga greiðslu æfingagjalda og slíku en því miður var ég ekki á staðnum þegar hún fór yfir þau mál og get því lítið sagt frá því hér.
Ég sagði sjálfur frá því hvaða mót við stefnum á að fara á og má þar nefna Norðurálsmótið á Skaganum um miðjan júní auk þess sem hugsanlegt er að fara á Króksmót í byrjun ágúst. Þá verða á dagskránni ýmis dagsmót hér í borginni eða næsta nágrenni.
Við stefnum ekki á að spila fyrir áramót nema að eitthvað óvænt og spennandi komi upp. Ástæðan er einfaldlega sú að við þjálfararnir viljum kynnast strákunum betur áður en þeir fá að spila og einnig ná skikkanlegum aga á hópinn.
Það er einmitt aginn sem við munum vinna með nú og alveg fram að jólum, honum er nokkuð ábátavant en hann er sennilega mikilvægasti þáttur þess að verða góður knattspyrnumaður. Við munum því gefa okkur allan þann tíma sem við þurfum til að ná agamálum í lag og þá verður mun auðveldara að kenna fótboltann :)
Annars skuluð þið ekki hika við að senda mér tölvupóst á jonsi@haukar.is ef það eru einhverjar spurningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Munið sunnudagsæfingu!
6.10.2012 | 19:32
Sælir foreldrar/forráðamenn!
Ég ætlaði að minna á æfingu á morgun, sunnudag kl.11 í Risanum :)
kv. Jonsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Foreldrafundur þriðjudaginn 9.okt (eftir viku)
2.10.2012 | 15:30
Sælir foreldrar/forráðamenn!
Ég vildi vekja athygli ykkar á foreldrafundi sem haldinn er nk. Þriðjudag 9. október kl.18:00 á Ásvöllum.
Þar verður farið yfir ýmis mikilvæg og praktísk atriði ásamt því að ég kynni aðeins starfið okkar í vetur. Fundurinn ætti ekki að verða lengri en 30-40 mínútur.
kv. Jónsi þjálfari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)