Æfingatímar/skráning og fl.
9.9.2014 | 22:17
Sæl öllsömul.
Æfingarnar hafa farið vel afstað og mun ég gefa mér tima til að kynnast nýjum iðkendum , reynslan segir mér það að það muni taka nokkrar vikur að læra öll þessi nýju nöfn.
Förum rólega afstað á meðan við þjálfararnir skoðum hópinn svo fljótlega í næsta mánuði verður foreldrafundur haldin,þar þarf að velja í foreldraráð og farið verður yfir helstu verkefni sumarsinns.
Æfingatímarnir verða Miðvikudaga kl.16.00-17.00 föstud. kl 16.00-17.00(Byrjar 3.okt) og sunnudaga kl 10.00-11.00.
Krakkar sem eru í Hraunseli(Hraunavallaskóli)fá fylgd á æfingar hjá Haukum.
Svo minni ég á tengla sem finnast hér inni á blogginu okkar td.linkur inná Facebook síðu hópsinns þar eru margar góðar myndir og video ásamt góðum vettvangi til fyrirspurna og upplýsingaflæðis.
Og að lokum vil ég minna á að skráning í Hauka er komin á fullt, og mikilvægt að ganga í það sem fyrst til að fá fulla niðurgreiðslu æfingagjalda frá Hafnarfjarðarbæ.
Hlakka til að vinna með ykkur. Kv.Einar Karl 7.fkokkur Hauka.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.