Arion 7. flokkur karla
15.8.2013 | 22:02
Komið þið sæl,
Meðfylgjandi er póstur frá mótshöldurum með uppfærðu leikjaplani (hefur ekki áhrif á okkur), vallarkorti, Bílastæðakorti og upplýsingum til þjálfara og liðsstjóra. Eins og sést þá er þetta mikill fjöldi sem er að mæta og því mikilvægt að gefa sér rúman tíma til að mæta.
Það hafa orðið smá breytingar á liðum (menn að bætast við og þess háttar) og er búið að uppfæra það á blogginu ásamt því að búið er að heyra í þeim sem eru að breyta um lið.
kv, Þjálfarar
póstur frá mótshöldurum
Sælir kæru þjálfarar,
Nú styttist í fjörið ;-)
Yfir 300 lið eru skráð til leiks og því ljóst að um 2000 iðkendur koma í Víkina um helgina!
Til þess að mótaplanið gangi upp er nauðsynlegt að allir skipuleggi sig vel og mæti tímalega þar sem búast má við umferðarteppu á svæðinu. Við viljum því ítreka við ykkur að þið brýnið fyrir ykkar fólki að mæta tímalega.
Meðfylgjandi er:
· Uppfært leikjaplan með smávægilegum breytingum frá upphaflegu plani. Vinsamlegast kynnið ykkur það vel!
· Vallarkort
· Bílastæðakort en bílastæði fyrir mótið eru m.a. við Víkina, Fossvogsskóla og Smiðjuveg í Kópavogi en frá þeim er um 5 mín. ganga að Víkinni. Munið að senda kortið á ykkar fólk.
· Upplýsingar til þjálfara og liðstjóra varðandi greiðslu o. fl.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.