Landsleikurinn á miðvikudaginn
12.8.2013 | 23:17
Sæl verið þið,
Vildi bara láta ykkur vita að við erum búnir að panta miðana fyrir strákana og verða þeir í hólfi S. Þeir sem vilja fara á leikinn og vera nálægt strákunum geta þá keypt miða sem er nálægt því svæði og kostar miðinn kr. 1500 í forsölu.
Það eru 11 strákar búnir að óska eftir miða á leikinn og eru það: Alonso, Ásgeir, Ísleifur, Jason, Jörundur, Sindri Már, Ólafur Darri, Stefán Karolis, Pétur Uni, Birkir Brynjarsson og Andri Dan. Það eru svo þrír þjálfarar sem fara og eru það Einar Karl, Biggi og Gylfi. Við þurfum því að fá tvo foreldra til að aðstoða okkur (en við fáum bara 5 miða fyrir fylgdarmenn). Þeir sem voru fyrstir að skrá sig voru German (pabbi Alonso) og Þórður (pabbi Ásgeirs Braga) og verða það því þeir sem komast með hópnum. Ef þeir komast ekki þá mega þeir endilega láta Einar Karl vita. Síminn hjá Einar er (840-6847).
Hugmyndin var að hittast kl. 18:30 á Ásvöllum og að allir fari saman á leikinn. Þjálfararnir 3 og pabbarnir tveir sem fara með þurfa því að vera á bílum til að flytja strákana.
Svo er rétt að benda á að það er leikur hjá Haukunum á föstudaginn kl. 19:45 gegn KF. 1. deildin er ótrúlega spennandi og eru Haukarnir í 6. sæti en bara 2 stigum frá toppsætinu.
Að lokum vill ég svo láta ykkur vita að ég er að bíða eftir því að fá leikjaniðurröðunina fyrir mótið um helgina og læt ég ykkur vita um leið og ég get hvenær ykkar drengur á að spila.
kv, Þjálfarar
Athugasemdir
Er pláss fyrir Pétur Una?
Pétur Uni (IP-tala skráð) 12.8.2013 kl. 23:33
Er hægt að fá miða fyrir Birki Brynjarsson? Pabbi hans getur líka mætt.
Afsakið hvað við erum sein, erum bara að detta úr fríi.
Brynjar Viggósson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 10:13
Já losnaði miði fyrir birki.En því miður ekki fleirri miðar fyrir forráðamenn nema komi til forfalla.En hægt er að koma með og kaupa miða held að það sé ekki dýrt á leikinn.
Því fleirri því betra.
Einar Karl (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.