Smá frí í kringum verlsunarmannahelgina og nokkrir aðrir punktar

Sæl verið þið,

Við munum ekki taka sérstakt KSÍ frí í sumar og því eru æfingar í hverri viku.  Við ætlum þó að hafa aðeins lengra frí í kringum Verslunarmannahelgina og því verður frí á æfingum fimmtudaginn 1. ágúst og þriðjudaginn 6. ágúst (það verður því aðeins lengra helgarfrí).  Við höfum verið mjög vel mannaðir upp á síðkastið en næstu tvær-þrjár vikur verður þó eitthvað um sumarfrí hjá okkur þjálfurunum.

Við erum búnir að skrá strákana á Arionbankamótið sem er haldið helgina 17. - 18. ágúst (skráðum 6 lið, en það er spilað í 5 manna bolta).  Mótið fer fram í Víkinni í Fossvoginum.  Við ætlum svo aðeins að sjá til með hvort við skráum strákana til leiks í mótið hjá Aftureldingu sem er haldið 31. ágúst - 1. sept.

Varðandi færslu á milli flokka þá er ekki komin endanleg dagsetning á það en það verður í kringum mánaðarmótin ágúst/september.  Ég læt ykkur vita þegar nákvæm dagsetning er komin

Það hafa nokkrir nýir verið að mæta á æfingar og hvet ég þá til að skrá sig í Haukana í gegnum íbúðargáttina.  Ef þið lendið í vandræðum er hægt að vera í sambandi við Bryndís en póstfangið hjá henni er bryndis@haukar.is

Það var svo gaman að sjá hvað það voru margir af strákunum sem mættu á síðustu tvo heimaleikina hjá Haukunum (og tóku mömmu og/eða pabba með sér).  Vill því benda þeim sem verða ekki komnir í útilegu að næsti heimaleikur Haukanna er miðvikudaginn 31. ágúst kl. 19:15 þar sem Haukarnir mæta Selfoss. 

ÁFRAM HAUKAR

Sigmar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Emil Fannar er kominn í sumarfrí... kemur aftur eftir verslunarmannahelgi :)

Hildur Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2013 kl. 09:19

2 identicon

Þorsteinn Ómar er til í bæði mótin:) er búinn að vera í útilegu kemur kannski eitthvað á æfingar og fer svo aftur í útilegu:)

Særún (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.