Fundur á eftir, listi yfir hvað skal taka með og peysurnar
20.6.2013 | 09:33
Sæl verið þið,
Minni á fundinn eftir æfinguna á eftir, ca kl. 18:15. Þar munum við fara yfir helstu atriði og líklegast afhenda peysurnar. Eins munum við dreifa þeim mat sem við höfum fengið fyrir strákana á bílana. Við höfum fengið mjög mikið af mat frá hinum ýmsu fyrirtækjum og þökkum þeim sem hafa reddað því og þeim fyrirtækjum sem hafa verið að styrkja okkur fyrir það. Ég er ekki búinn að fá upplýsingar um í hvaða skóla við verðum en það kemur vonandi í ljós fyrir fundinn í kvöld. Tjaldstæðin eru komin og sendi ég póst um það áðan.
Minni ykkur svo á að skoða blaðið sem ég sendi í vikunnu með upplýsingum um hvar strákarnir gista og upplýsingar um foreldra/tengilið.
Hér að neðan sjáið þið lista yfir það sem ég til að strákarnir þurfi að hafa með sér. Megið endilega bæta við ef ég er að gleyma einhverju.
-  Dýnu (ekki tvíbreiða) fyrir þá sem gista í skólanum
-  Svefnpoka (sæng) fyrir þá sem gista í skólanum
-  Kodda fyrir þá sem gista í skólanum
-  Keppnisgalli
- treyja
- stuttbuxur
- sokkar (gott að hafa til skiptanna)
- takkaskór
- legghlífar
-  Upphitunarbúning
-  Hanska/húfu
-  Sokka, nærföt og boli.
-  Handklæði
-  Sundföt
-  Vindjakki/regnjakki (gæti rignt)
-  Hlý peysa eða annað hentugt ef góða veðrið svíkur okkur.
-  Svo auðvitað bara föt til skiptanna.
-  Vatnsbrúsi (mikilvægt að hafa eitthvað til að drekka milli leikja, og þá er vatnið best....)
-  Tannkrem
-  Tannbursti
-  Sólarvörn
-  Afþreying (spil, bækur, tölvuspil....), er á eigin ábyrgð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.