Tjaldstæðin og manna í þær stöður sem á eftir að manna!!!
15.6.2013 | 21:10
Sæl verið þið,
Nú styttist óðum í stóru stundina og bara tæp vika til stefnu.
Ég vildi bara minna ykkur á að þið þurfið að senda á mig fyrir mánudaginn 17. júní hverjir ætla að gista á tjaldstæðinu. Ég mun senda það frá mér í lok dags á morgun. Þeir sem eru búnir að senda á mig og ég er búinn að skrá eru: Hafdís, Þórey, Hildur, Thelma, Ragnheiður, Bárður, Guðrún, Gunnur, Guðbjörg og Arndís. Látið mig endilega vita ef þið ætlið að vera á tjaldstæðinu en eruð ekki á þessum lista.
Okkur vantar enn að manna nokkrar stöður og það sem við þurfum helst að fá sem fyrst er einhvern til að halda utan um matarmálin. Það væri mjög gott ef einhverjir 2-3 gætu tekið það að sér. En það hefur eitthvað staðið á framboðum. Anna María mamma Ásgeirs er búinn að redda nokkuð af mat frítt sem þarf að sjá til að sé sótt og komið á staðinn ásamt því að sjá til þess að það sé keypt sem vantar.
En hér sjáið þið pósta frá Önnu Maríu
Ég er búin að fá gefins Heimilisbrauð, Pylsubrauð, Epli, Banana, Pylsur, Malakoff, Skinku og Kex, fyrir nestispakkana á Norðurálsmótinu fyrir Drengina okkar, og eitthvað af safa ( ekki nóg ) .
Það sem einhver annar þarf að gera :) er :
Það þarf að kaupa Smjörva , Ost og einhver drykkjarföng veit að Mjólkursamsalan gefur einhvern afslátt á Osti og Smjöri, ef einhver myndi hafa samband við þá.
það vantar líka Sinnep, Tómatsósu og steiktan lauk , fyrir pylsurnar. Og eins væri gott ef þið senduð út á foreldrana að hittast á Fimmtudeginum svo hægt verði að dreifa brauðinu og ávöxtunum á bílana.
Hér að neðan sjáið þið svo hvað er búið að skrá sig í og hvað ekki. En ég held að við séum nokkurn vegin búin að manna næturnar. Ég hef svo ekki miklar áhyggjur af kvöldsnarlinu þar sem það verða margir á svæðinu. En við þurfum að manna fararstjórana alla dagana og á öll liðin, sundferðirnar og eins þann eða þá sem sjá um matarmálin.
kv, Sigmar
Athugasemdir
Heyrdu sá ekki hvad átti eftir ad manna enn eg er laus eg er nýgrædingur ì tessu fyrsta sinnn sem ég fer å svona mòt en látid mig bara vita ;)og èg tek tad ad mèr;)
arndis (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 22:14
Flott Arndís. Ég skrái þig sem fararstjóra á laugardeginum og veit af þér ef okkur vantar í önnur verkefni.
kv Sigmar
Haukar - 7.flokkur karla, 16.6.2013 kl. 09:28
Ég get hjálpað til með nesti.
kveðja
Sigrún mamma Sigfúsar Kjartans
Sigrún (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 16:51
Ég get hjálpað til með nesti eða eitthvað sem á eftir að manna.
kveðja Guðrún mamma Halldórs Inga
Guðrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 19:41
Ég get hjálpað til með nesti.
kveðja Guðbjörg mamma Kára
Guðbjörg Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.