Foreldrafundur fimmtudaginn 6. júní kl. 20:00 að Ásvöllum (2. hæð)

Sæl verið þið,

Við ætlum að vera með foreldrafund á 2. hæð á Ásvöllum fimmtudaginn 6. júní kl. 20:00 þar sem við munum fara yfir helstu atriði varðandi Norðurálsmótið.  Það getur verið að við þurfum að vera með annan fund áður við förum á mótið en það kemur bara í ljós.

Einnig vill ég benda á bloggið og póstinn frá Brynjari varðandi greiðslur á mótið en þar eru upplýsingar um reikning sem hægt er að greiða inn á.  Því fyrr sem við erum kominn með allar greiðslur því betur gengur okkur að skipuleggja okkur fyrir mótið.

Að lokum vill ég benda ykkur á að á heimasíðu Hauka (www.haukar.is) er stutt  frétt um þátttöku strákanna á Vís móti Þróttar.  Þar eru einnig myndir af öllum liðunum fjórum.  Endilega að skoða þetta og sýna strákunum.  Hérna er slóðin inn á fréttina sjálfa (http://haukar.is/fotbolti/6456--7-flokkur-karla-tok-tatt-i-vismoti-trottar%20).

 Kveðja, Sigmar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þorsteinn Ómar kemst ekki á æfingu í dag vegna afmælis.

Ágúst Þór (IP-tala skráð) 5.6.2013 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.