Skráning á mót og að leiða inná, frí á sunnudag, fjölgreinaæfingin í dag og sumaræfingar

Sæl verið þið,

Nokkrir punktar sem ég vildi koma á framfæri í einni færslu.  

  • Þeir sem eiga eftir að skrá sig á mótið á laugardaginn 25. maí mega endilega gera það við fyrsta tækifæri.
  • Þeir sem eiga eftir að skrá sig í það að leiða inn á á morgun föstudag mega einnig gera það sem fyrst.  Það eru komnir 11 og vantar okkur 11 í viðbót.  Einnig eru komnir 4 foreldrar sem ætla að aðstoða og ætti það alveg að duga.  En það eru þó allir velkomnir.  Þeir foreldrar sem eru búnir að boða komu sína eru (Guðrún Sunna eða Sigurjón, Ragnheiður, Hildur og Bryndís).  Ég mun því miður ekki vera á leiknum en ég er búinn að liggja í flensu alla vikuna.
  • Það er ekki æfing á sunnudaginn þar sem það Hvítasunnudagur.
  • Mér skilst að það hafi ekki verið fjölgreinaæfing í dag.  Ég komst ekki á æfinguna sjálfur vegna flensu (eins og áður er komið fram) en vissi að Steini (þjálfari 7. fl. kvenna) og Biggi og Gylfi mættu.  Það var hins vegar ekki æfing en handboltinn er kominn í frí og svo var uppskeruhátíð hjá körfunni í húsinu í dag.  Ég vissi því miður ekki af þessu og biðst afsökunar ef þetta hefur ollið einhverjum vandræðum.  Varðandi æfinguna næsta fimmtudag þá mun ég hafa betri svör við því hvernig það verður.  Þ.e. hvort við munum hafa fjölgreinaæfingu eða hvort við munum bara æfa fótbolta úti.
  • Að lokum vill ég svo láta ykkur vita að það er kominn tímasetningar á æfingarnar í sumar.  Þær verða á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 17-18.  Þessi æfingatími byrjar þó ekki fyrr en 10. júní.

kveðja, Sigmar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigmar,

Ásgeir Bragi kemur á Þróttara mótið ef það er fyrir hádegi á Laugardaginn.

Kv.Anna

Anna María (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 08:20

2 identicon

Sæll Sigmar.

Hann Daníel Darri mætir á Þróttaramótið.

Kveðja Harpa

Daníel Darri (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 09:32

3 identicon

Ísleifur Jón mætir á Þróttarmótið

Fríða Mathiesen (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 15:28

4 identicon

Kristófer Fannar mætir á Þróttaramótið.

Berglind R. Gudmundsdottir (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 09:10

5 identicon

Magnús Ingi mætir á mótið;)

jonina k k (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 09:33

6 identicon

Emil Fannar mætir

Eiður Gunnar Bjarnason (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.