Fjáröflun: Haukar 7. flokkur drengja knattspyrna

Heil og sæl foreldrar og forráðamenn

Við Heiður höfum tekið að okkur fjáröflunarpakkann vegna Skagamótsins komandi júní. Áætlaður kostnaður við mótið er um 16.000 kr +/-. Það felst í festingargjaldi 2.500 og mótsgjaldi er 12.000 per leikmann (innifalið gisting). Gengið verður út frá því að við pöntum ekki rútu heldur komum strákunum sjálf upp á Akranes (á eigin bílum og væntanlega 2-3 strákar í bíl). Síðan má áætla að kostnaður við fæði í kringum mótið gæti legið á bilinu 1.500 – 2.000, ræðst líka af því hvað við erum dugleg að smyrja J  Samantekið er áætlaður kostnaður því sem fyrr segir um 16.000 +/-.

Gagnvart fjáröfluninni þá leggjum við upp með sölu á WC-pappír, lakkrís þá er því frjálst að bæta við og selja flatbrauð og heimilispakka (hreinsiefni og slíkt). En fókusinn er á WC pappír og lakkrís. Annars er þetta allt nokkuð frjálst og ef fólk vill selja meira að þá er það í fínu lagi.

Söluvara

Sölumarkmið

Söluverð per ein.

Söfnun per ein.

WC pappír

5 stk

4.800

2.400

Lakkrís

5 stk

1.000

450

Flatbrauð

Frjálst

1.000

470

Heimilispakki

Frjálst

3.800

1.300

*)  Dæmi um söfnun: 5xWC-pappír + 5 Lakkrís + 1xFlatbrauð + 1xHeimilispakki = 16.020 kr 

Fyrirkomulagið fjáröflunarinnar er unnið í gegnum vefsíðuna www.netsofnun.is  . Upphafið í því ferli er að hver og einn stofni aðgang fyrir sig og er það gert með því að velja „Nýskráning“. Að því loknu á að skrá sig í hópsöfnunina okkar og það er gert með því að fara í „Virkja hópsöfnun“ og kóðinn sem á að slá inn þar er 9PULQ. Þetta á skýra sig nokkuð sjálft og við vonum að þetta gangi vel en ef tæknilegar spurningar vakna þá verðum við að biðja ykkur um að beina þeim til vefsíðunnar sjálfrar annars er hjálpin þar nokkuð skýr og góð; http://netsofnun.is/Home/Help/

Síðan sér vefsíðan sjálf um uppgjörið við ykkur (þ.e.a.s. maðurinn bak við tjöldin) að sölu lokinni.

Þannig að núna er því bara að fara út og selja og við skulum gefa okkur til loka þessa mánaðar að klára þetta verkefni. Tímaramminn er því þessi:

 

  • ·         Sala hefst: 15. apríl
  • ·         Sölutíma líkur: 1. maí 
  • ·         Pantanir teknar saman: Byrjun maí
  • ·         Afhending á vörum til kaupenda: Miðað við afhenda vörurnar á miðvikudagsæfingunni 8. maí 

 

 Ef spurningar vakna endilega sendið á okkur Heiði.

Mkv,

Brynjar og Heiður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þorsteinn Ómar er lasinn í dag og kemst því miður ekki á æfingu. Kv Særún

Særún (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 13:33

2 identicon

Sigmar, Þorsteinn Ómar var úti á landi í síðustu viku þess vegna mætti hann ekki á æfingar og hann er enn lasinn svo enginn æfing heldur í dag:(

kv Særún og Þorsteinn Ómar.

Særún (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 09:28

3 identicon

Vonum að hann hristi þetta af sér sem fyrst.

kv, Sigmar

Sigmar (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 10:31

4 identicon

Hæ hæ

Vitið hvað þetta er mikið magn í hverjum pakka t.d hve margar klósettrúllur og flatkökur?

Gunnur (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 11:10

5 identicon

Gunnur, þetta er magnið: 

Hvítur mjúkur pappír, 28 metrar á rúllu. 64 rúllur í pakkningu

Flatkökur - nýbakaðar 8 stk heilar í pakkningu

Guðrún Sunna (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 11:30

6 identicon

Hæ, hæ

hann Sigurður Sindri safnaði svo mikið fyrir Norðurálsmótið í fyrra að hann á ennþá nóg inn á reikningnum sínum fyrir þessari ferð. Er þá ekki í lagi að hann sleppi við að selja í ár?

Kv. Aldís.

Aldís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 11:54

7 Smámynd: Haukar - 7.flokkur karla

Það er alveg undir hverjum foreldri komið hvort þeir safna eða ekki. Þeir sem vilja bara greiða ferðina sjálfir geta gert það. Eins er rétt að benda á að það sem hver og einn selur er það sem hann er að safna sjálfur.

kv, Sigmar

Haukar - 7.flokkur karla, 18.4.2013 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.