Komið þið sæl,
Þá er komið að fyrsta mótini hjá okkur á þessu ári og eru allir mjög spenntir. Skráningin var mjög góð og erum við komnir með 5 lið. Mótið skiptist þannig að annar hópurinn byrjar kl. 8:30 og spilar til 11:00. Hinn hópurnn byrjar kl. 11:00 og spilar til kl. 13:30. Mótsgjaldið er kr. 1.000 og greiðist við komu.
Rétt að benda á að æfingin í Risanum dettur niður á Sunnudaginn vegna mótsins.
Þeir sem eiga að byrja að spila kl. 8:30 eru: og er mæting kl. 8:15
Gunnar Hugi, Sigurður Sindri, Dagur Nökkvi, Andrés, Dagur Orri, Sören, Stefán, Hrafn Aron, Andri Steinn Ingvarsson, Magnús Ingi, Ævar Örn, Sindri Már, Alexander Þór, Þorsteinn, Pálmar, Sigfús, Haukur Birgir, Alonso og Halldór Ingi.
Þeir sem eiga að byrja að spila kl. 11:00 eru: og er mæting kl. 10:40:
Ásgeir Bragi, Birkir Bóas, Pétur Uni, Jörundur, Tristan, Kristófer Fannar, Þorvaldur, Hugi, Ólafur Darri, Oddgeir, Emil og Eyþór Hrafn, Svanbjörn.
Ef ykkar drengur á að mæta en er ekki á listanum hér að ofan þá megið þið endilega láta mig vita sem fyrst. Eins ef það verða einhver forföll hjá þeim sem eru búnir að skrá sig.
Leikjaniðurröðunin er ekki komin en planið er að flest liðin spila ca 6 leiki og er hver leikur 10 mínútur. Það eru 5 inn á í einu (þar af einn markmaður). Markmiðið með þessu öllu saman er að spila fótbolta og hafa gaman.
Eins og ég var búinn að minnast á áður þá er ekki nauðsynlegt að mæta í Haukabúning (nema menn eigi þá) en endilega að mæta í rauðum búningum.
Hitastigið í Fífunni er mun betra en í Risanum og því geta þeir spilað í stuttbuxum og keppnistreyju, en nauðsynlegt að hafa eitthvað til að fara í á milli leikja. Eins er gott að vera með smá nesti (t.d. ávexti eða eitthvað sem er létt í maga) og brúsa af vatni.
Haukakveðja,
Sigmar (846-8051)
P.s. Fyrir þá sem ekki vita þá er Fífan í Kópavoginum rétt við Kópavogsvöllinn hjá Breiðablik. Vona að þetta kort hér að neðan hjálpi en Fífan er við Dalsmára, aðeins lengra en Smáraskóli.
http://ja.is/kort/#q=index_id%3A824442&x=358759&y=403190&z=9
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.