Kaldar hetjur og mótið hjá HK

Komið þið sæl,

Það var kalt á æfingunni í dag en strákarnir stóðu sig eins og hetjur og létu veðrið ekki mikið á sig fá.  Vill benda á að það er mikilvægt að þeir mæti vel klæddir á þessum árstíma enda betra að þurfa að taka af sér flíkurnar ef þeim er heitt en að verða kalt.  

Það var flott mæting í dag (um 25 strákar) þrátt fyrir kuldann og var ég mjög ánægður með það (þ.e. ég var ánægður með mætinguna ekki kuldann......).  

Eins og ég minntist á í blogginu hér að neðan þá er ég búinn að skrá 5 lið á mótið hjá HK í byrjun mars.  það eru 16 búnir að boða komu sína (einn hefur afboðað) og því geri ég ráð fyrir að það séu einhverjir sem eiga eftir að svara og aðrir sem vita ekki af þessu.  Ég er því bjartsýnn á að við náum þessum 25-30 strákum sem við þurfum til að ná í 5 lið en ef ekki þá fækkum við um eitt lið.  En endilega að svara á blogginu ef þið vitið að ykkar drengur komist eða komist ekki.

kveðja,

Sigmar S 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.