Foreldrafundurinn í gær

Komið þið sæl,

Langar til að þakka ykkur fyrir góða mætingu og fínan foreldrafund í gær.  Það sem kom einn helst fram þar var eftirfarandi:

 

  • Guðbjörg fékk spurningu um hvort ekki væri hægt að færa miðvikudagsæfinguna inn en vegna plássleysis þá er það ekki hægt.
  • Ég fór yfir það sem ég mun leggja áherslu á í vor og sumar og er það að byrja á því að kynnast strákunum og mynda traust á milli okkar.  Ég vill hafa ákveðinn aga á hlutunum og að þeir læri að vinna í hóp og fara eftir fyrirmælum.  Þegar þetta er komið og þeir eru með rétta hugarfarið þá er hægt að vinna í því sem skiptir mestu máli í fótbolta en það eru sendingar og og taka á móti bolta (algjör grunnur í þessari íþrótt).  Eins mun ég vinna í boltatækni almennt.  Þetta eins og allta annað snýst bara um endurtekningar og þá ná þeir betri tökum á þessu.  Þegar ég tala um endurtekningar þá verður það ekki þannig að þeir eru alltaf að gera sömu æfingarnar enda snýst þetta líka um fjölbreytni.  
  • Birgir og Gylfi verða áfram sem aðstoðarþjálfarar og er það mjög gott.  Þeir þekki strákana vel og ná mjög vil til þeirra.  Ég hef bara unnið með þeim í tvær til þrjár vikur og líst mjög vel á þá.  Held að þetta séu framtíðar þjálfarar hjá félaginu.
  •  Varðandi mót þá er Norðurálsmótið á Skaganum haldið 21.-23. júní.  Ég hef fullan hug á að fara með strákana á þetta mót en nánari upplýsingar um mótið berast á heimasíðu mótsins (http://kfia.is/norduralsmot/) 1. febrúar.  Ég mun koma upplýsingum til ykkar þegar þær berast.  Eins er búið að bjóða okkur á mót hjá HK 3. mars og er það stutt mót þar sem leiknir eru 5 leikir á lið og kostnaður 1500 kr.  Ég mun athuga áhuga á því hjá ykkur með því að setja nýtt blogg um það á eftir eða á morgun.  Eins ætla ég að skoða önnur mót sem eru í boði ásamt því að skoða það að fá lið í heimsókn eða fara í heimsókn til annara liða.
  • Að lokum vil ég hvetja ykkur til að skoða bloggið reglulega en það kom upp ósk um að ég sendi póst þegar ég set fréttir hérna inn.  Ég mun því gera það og ef þið eruð ekki að fá þá pósta þá getið þið sent mér póst á (sigmar@tm.is) með upplýsingum um ykkur ásamt hvaða dreng þið eruð með

 

Annað var það ekki en ég vona að sem flestir mæti á fjölgreinaæfinguna á eftir kl. 17:10.

kveðja,

Sigmar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.