Jólafrí
19.12.2012 | 21:43
Komið þið sæl,
Eins og fram kemur í fréttinni hér að neðan tek ég við þjálfun hjá 7. flokku núna eftir áramót. Ég var þó viðstaddur æfinguna á sunnudaginn með Jónsa og var svo mættur galvaskur í dag. Veðrið var hins vegar aðeins að stríða okkur og því var mætingin dræm og þeir sem mættu fengu smá inni æfingu. Á æfingunni í dag dreifði ég miða þar sem kom fram að þetta væri síðasta æfingin fyrir jól. Mér skilst hins vegar að það sé fjölgreinaæfing á morgun (fimmtudag) en ég mun kanna það betur á morgun og láta vita strax hérna á blogginu. Fyrsta æfing eftir jólafrí verður svo miðvikudaginn 9. janúar og vona ég að sem flestir mæti þá og veðrið leiki okkur betur en í dag. Hugmyndin er svo að vera með foreldrafund miðvikudaginn þar á eftir (16. janúar) og þá kl. 17:45 eða strax eftir æfingu hjá strákunum. Ég mun þó auglýsa tímasetninguna betur á blogginu. Þar mun ég kynna mig og fá að kynnast ykkur. Eins mun ég aðeins fara yfir þau áherslu atriði sem ég mun fara yfir og reyna að svara spurningum. Ég skora því á ykkur að skoða bloggið reglulega og ég skal lofa að koma upplýsingum þangað inn sem skipta máli.
Ég hlakka mikið til að vinna með þessum drengjum í 7. flokk og eftir þessar tvær æfingar sem ég hef fylgst með sé ég að þetta eru öflugir og fjörugir drengir. Ég vill svo að lokum óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið hafið það gott yfir hátiðarnar.
Kveðja,
Sigmar Scheving
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.